Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ljósið sigrar myrkrið.

Ég heyrði eitt sinn sögu af réttlátum manni sem fékk undarlega bón.  Til hans leitaði maður sem vildi láta leggja bölvun yfir aðra manneskju. Maðurinn sagði að þessi manneskja væri í eðli sínu vond og ill og að hún vildi aðeins meiða og særa aðra.  Réttláti maðurinn svaraði, " í stað þess að bölva henni væri þá ekki auðveldara að blessa hana svo að henni sé unnt að sjá aðeins ljósið?  Ef hún sér aðeins ljósið þá leysist annað að sjálfum sér ekki satt? 

Í dag, blessaðu þá sem að þú vilt bölva.  Þú sigrar ekki myrkur með myrkri.  Þú verður að berjast með ljósinu.

Myrkur í stað myrkurs = hefnd

Ljós í stað myrkurs = fyrirgefning og umburðarlyndi
light


Haltu aftur af neikvæðni og höfuðverkjunum mun fækka.

Þegar einstaklingur leitar að neikvæðu eitthvað til að japla á og tuða yfir, þá vittu til hann mun finna það og síðan dreifa því áfram. Við getum ímyndað okkur fyrirmyndar kaupsýslumann með 1000 viðskiptavini enn hann fær yfirleitt ekki að heyra frá hinum 997 sem er ánægðir og glaðir nei heldur er það nokkuð víst að hann mun heyra frá þeim þrem sem eru aldrei sáttir eða bara hreinlega þrífast ekki nema að hafa neikvæðni í kringum sig.

Af hverju finnst fólki það erfiðra að finna eitthvað jákvætt til að segja?  Af hverju slúðrum við ekki um alla þá góðu hluti sem fólk er að gera allt í kringum okkur?.

Í dag, taktu þá fyrst eftir hversu erfitt það reynist þér að halda aftur af þér að tala neikvætt um einhvern eða eitthvað. Reyndu síðan að reyna að sjá eitthvað jákvætt og gott, það hressir og kætir og mun auðvelda líf þitt til muna og fækka höfuðverkjunum verulega. 

hausverkur


Horfðu á björtu hliðarnar.

Ertu orðin leiður á að vera umkringdur fólki sem er alltaf neikvætt útí allt og alla og með allt á hornum sér?

Sá sem sækist eftir slíku andrúmslofti sækist eftir að vera í félagsskap þar sem að hann finnur sig heima með fólki sem hugsar með sama móti, líkur sækir líkan heim.  Ef þú finnur þig vera í slíkri stöðu reyndu þá að sjá og finna það jákvæða í kringum þig og færðu athygli þína frá því neikvæða yfir á það jákvæða.

child-sun

 

.


FÓRNARLAMBIÐ!

Skiljanlega þá getum við stundum liðið eins og fórnarlömb þegar lífið getur stundum verið ranglátt en best er að kjósa að verða ekki fórnarlamb heldur að reyna umbreyta ranglæti í blessun það er andlega leiðin og sú rétta.

Andlega leiðin er sú að þú færir athyglina af þínum kringumstæðum sem eru að hrella þig og horfir í kringum þig og sérð sársauka annar. Andlega leiðin fær þig til að gera eitthvað í málinu og snúa ferlinum við í blessun.

Ef þú finnur þig á þeim stað að vera full(ur) af óvissu þá skaltu gera eftirfarandi í dag:

GEFÐU AF ÞÉR - Stígðu útfyrir það sem hrellir þig og reyndu að hjálpa öðrum og hugsa um aðra.

SJÁÐU HLUTINA Í RÉTTU LJÓSI –Þú ert ekki tilfinningar. Þótt að þér líði ekki sem best í dag þýðir ekki að þú sért þunglynd(ur). Tilfinningar sveiflast til og frá og eru svo breytilegar. Stattu gegn því að halda of fast í þær á neikvæðan hátt. 

Fórnarlamb


Niður með dómara puttann!

Það er svo auðvelt að sjá gallana hjá öðrum og ennþá auðveldara að benda þeim á hverju þyrfti nú að breyta.

En það er ekki eins auðvelt að gefa fólki það svigrúm sem það þarf, svo að þau geti uppgötvað sjálf hverju þarf að breyta.  Við höldum alltof oft að fólk sé ekki meðvitað og geti ekki séð sjálft hvað betur mætti fara.  En þá ekki gleyma því að við dæmum okkur sjálf hvað harðast.

Ef það er einhver í umhverfi þínu sem er bara ekki að kveikja á fattaranum reyndu þá að finna leið til styðja og styrkja viðkomandi.  Og ef innra með þér sé rödd sem heimtar að fá að segja viðkomandi blákaldan sannleikann, þá skaltu tryggja það að þú gerir það með alúð og ást.  Ef þú gerir það með öðrum hætti þá mun þeim aðeins líða verr.



Ekki benda


Vertu góð(ur) við þig í dag!

Ég er nú meiri kjáninn!

Hversu oft hefur þú ekki sagt eða hugsað þetta um sjálfa(nn) þig? The Zohar sem er hornsteinn visku Kabbalah talar um að þegar við tölum eða hugsum með slíkum hætti að þá erum við að draga að okkur slíka orku eins má heimfæra aðra neikvæða hugsun með sama hætti. Sem þýðir að við erum ekki kjánar, en við verðum kjánar með því að hugsa og tala sífellt um það. Zoharinn útskýrir að neikvæð orka getur ekki komið inní okkar líf nema að við bjóðum henni inn. Að tala og hugsa sífellt neikvætt um sjálfan sig er akkúrat heimboð fyrir neikvæða orku. 

Vertu góð(ur) við þig í dag. Þegar þú vilt berja á sjálfum þér, reyndu þá frekar að klappa þér á öxlina og hrósa þér.

neikvæðni


Tjöldin sem skyggja sýn okkar.

Hefur þú hugsað,"hvernig yfirsást mér þetta?" þegar þú hefur misst af tækifæri úr greipum sem var beint fyrir framan nefið á þér, eða varst að uppgötva að þú hafir tekið ranga ákvörðun. Ég held að mér sé óhætt að segja að við séum öll sek af því Wink

Andlega talað þá er stundum eins og tjöld séu dreginn fyrir meðvitund og skynjun okkar sem gerir okkur erfiðra að skynja og sjá raunveruleikann. Þau minnka sjóndeildarhringinn og láta okkur einblína á aðeins lítinn hluta af heildarmyndinni. Afleiðing þess er sú að okkur mistekst að meta og dæma kringumstæðurnar rétt. Það eru mörg tækifæri sem lýta svo vel út í byrjun en enda svo í algjörri óreiðu og valda jafnvel skaða, svo eru það kringumstæður sem lýta algjörlega vonlaust út en breytast skyndilega í blessun sem var falinn fyrir augum þínum.

Í dag, ef þú ert að taka ákvörðun farðu þá yfir öll atriði tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, áður en þú ætlar að hoppa skyndilega útí eitthvað, þá er betra að vita að minnsta kosti hvað þú ert að hoppa útí og hversu djúpt eða grunnt það kann að vera.

Tjöldin sem skyggja sýn okkar.

tjöldin


Ekki flækja hlutina að óþörfu.

Í einfaldleikanum er hreinleiki og sannleikur. Það var mikill kabbalisti uppi á 18 öld sem sagði, jafnvel eftir allan þann lærdóm sem ég hef numið um bænir og hugleiðslur í kabbalah, þá var það aðeins þegar ég var kominn á síðustu ár lífs míns að ég náði að biðja með einfaldleika og hreinleika fimm ára barns. Alltof oft þá eigum við það til að flækja hlutina alltof mikið, sem að skyggir svo okkar sýn á sannleikann.

Hvað með þitt líf ertu að ofgreina eða ofmeta og gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera? Reyndu að finna einfaldleikan í því sem þú ert að gera, jafn taka blað og blýant og skrifa niður leiðir til að einfalda hlutina.

einfaldleiki


LYKILLINN!

Haltu öllu opnu. 

Lykillinn að því að verða rás fyrir ljósið til að skína í gegnum er einfaldlega þetta: Þú verður að skilja það að allt sem verður á vegi þínum bæði það góða og það slæma er sent til þín til hjálpa þér að vaxa andlega, að þú megir sjá hlutina sem tækifæri í stað hindrunar.

Í dag, horfðu yfir markmið þín í lífinu, vinnunni, í samskiptum við annað fólk, heilsulega séð og í þínum andlega vexti og reyndu að flokka úr það sem takmarkar þig og lætur þig hugsa smátt og allt það sem hindrar að kraftaverk flæði út frá þínu lífi.

LYKILL


Verði ljós!

Hversu langt er á milli hugsana þinna og framkvæmdar?

Þegar heimurinn var skapaður þá leið enginn tími á milli ásetnings og opinberunar.  Þegar Skaparinn sagði verði ljós, þá varð ljós á sama andartaki.

Í dag, verði ljós í þínu lífi! Taktu upp eitt af þínum verkefnum sem hafa safnað ryki og blástu lífi í það á ný. 

verði ljós


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband