Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Sannur árangur næst ekki án svita og tára.

Kabbalah kennir að sá sársauki sem við drögum inní okkar líf er sá sársauki sem við þurfum á að halda til að hjálpa okkur að vaxa og er í raun drifskraftur breytinga. 

Í dag, þá bið ég þig að rifja upp það augnablik sem einhver virkilega særði þig.  Ég er að tala um tímabil þar sem þú myndir ekki með neinu móti heimsækja viðkomandi jafnvel þótt þú fengir tíu milljónir fyrir ómakið.  Mundu nákvæmlega hvernig þér leið þegar sú persóna særði þig.

Kafaðu djúpt og spurðu sjálfan þig, hvers vegna var þessi manneskja í þinni kvikmynd (þínu lífi) til að byrja með?  Af hverju úthlutaðir þú viðkomandi hlutverk í myndinni þinni?  Það er opinn gluggi núna í alheiminum sem gerir þér kleyft að komast til botns í hlutum og veitt þér tæra yfirsýn yfir sársaukafull tímabil í lífi þínu.

sársauki

.


Blessanir þínar eru fastar í öðru fólki!

Blessanir þínar eru fastar í öðru fólki.

Náðu Ljósinu til baka! Farðu til einnar manneskju í dag, sem þú hefur átt í erfiðleikum með að hitta svona auglitis til auglitis, og segðu þeim eitthvað (að góðra manna sið) sem þau hafa rétt fyrir sér með.

Því erfiðra sem það er að mæta þeirri manneskju, því meira Ljós munt þú afhjúpa.  Svo, drífðu þig í því að ná aftur því Ljósi sem þú ert að missa af og fer til annarra sem stendur.

innra ljós


Vertu vinur í raun!

Hver er leyndardómurinn á bakvið það að vera góður vinur, eða foreldri eða elskhugi?  Þótt marg komi til greina þá er svarið einfaldlega að vera ávallt til staðar. 

Við verðum að muna að gefa fólki smá rími til að anda.  Hlusta og taka eftir því sem þau eru að segja.  Virða alla án þess að einblína um of á ytri hegðun og láta slíka hluti fara í taugarnar á sér, en umfram allt er það mikilvægast að eiga ávallt rými í hjarta þínu til að elska án þess að krefjast nokkurs til baka.

Í dag, finndu þá strengi þar sem þú villt laga hjá viðkomandi og hafa verið að pirra þig gangvart viðkomandi og einfaldlega klipptu á þá strengi og prófaðu einfaldlega að vera til staðar fyrir einhvern án skilyrða.

vinur


Gleðileg Jól

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og megi Ljós og friður vera með yður um alla tíð.

jól


Vegasalt Ljós og myrkurs.

Í byrjun hvers dags þá eru vogaskálar Ljóssins og myrkursins í algjöru jafnvægi 50/50 í lífi hvers manns.  Skaparinn hefur yfirsýn með öllu ferlinu og sér til þess á hverjum degi.  Ef við kjósum aðeins að bregðast bara við eða svara ávallt í sömu mynt þá skekkist vogin á kostnað Ljóssins.  Enn á móti getum við lyft upp vogarskál ljóssins þegar við grípum tækifærið til að leggja öðrum lið og hjálpa, ef við gerum umfram það sem til er ætlast, gerum eitthvað óvænt, þá lyftist vogin upp á kostnað myrkursins. 

Í dag, taktu saman upplýsingarnar um tilfinningarnar, hugsanir og framkvæmdir.  Það mun hjálpa þér ekki bara að halda góðu jafnvægi, heldur líka hjálpar þér að yfirbuga myrkrið.  Stundum getur útlitið virkað svart en í raun ertu þá aðeins einu skrefi frá því að komast aftur í ljósið.

vog


Megir þú eiga djúpa þrá í lífi þínu!

Í bók dýrðarinnar (Zohar) er ritað að þráin er kerið sem gerir okkur kleift að meðtaka Ljósið.  Það eitt að taka á móti blessunum og góðu gengi og annað að tryggja að það viðhaldist.  Það er ekki nóg að meðtaka heldur verðum við að viðhalda þránni líka yfir því sem við höfum nú þegar.  Það er ekki alltaf svo auðvelt verk þar sem við leggjum það ávallt í vana okkar og einblína á það sem við höfum ekki.

Í dag, vertu í snertingu við þá þrá sem þú fannst fyrst fyrir þegar þú byrjaðir að hitta elskhuga þinn, þegar þú byrjaðir að vinna í draumavinnunni þinni.  Megi djúp þrá ríkja í lífi þínu.

þrá


Kveiktu eld fyrir aðra.

Einn þekktur kabbalisti Rav Mendel of Kotzk sagði eitt sinn. 

 Sumir nota trú sína sem hlýja yfirflík. Sem hlýjar aðeins þeim, en nýtist örðum ekki neitt.  En svo eru aðrir sem kveikja eld sem hlýjar bæði þeim jafnt sem öðrum.

Í dag, leitaðu leiða til að færa smá hlýju og kærleik inní líf einhvers annars.

eldur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband