Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ekki missa marks!

Að ganga hin andlega veg getur orðið aukahlutur eða aukaatriði þegar gangan er orðin að vana. Við verðum að velja að ganga hin andlega veg aftur og aftur og skerpa okkur á hverjum degi svo að við festumst ekki í viðjum vanans, þá verður ganga okkar skyndilega að trúarbrögðum, en ekki andleg þroskaganga. Ef við töpum meðvitund okkar og fókus þá missir gangan marks og þú festist í sömu sporunum og hættir að þroskast.

fastur

Í dag, nálgastu lærdóm þinn og leit þinni á ferskan og nýjan hátt. Gerir þú þetta þá munt þú finna glænýtt kraftaverk líka.


Taktu áhættuna á því að standa upp fyrir sjálfum þér í dag.

Ég hef heyrt af fólki sem vill með öllu móti að reyna að láta alla geðjast að sér og á því mjög erfitt með það að segja nei.

lærðu að segja nei

Ef þú ert ein(n) af þeim sem á auðveldara með að segja já, og verður föl(ur), vandræðaleg(ur) þegar þú þarft að segja nei eða standa á þínu gagnvart einhverjum, þá er það mín hvatning í dag að segja nei í dag. Þú þarft að sjálfsögðu ekki að segja nei við alla heldur notar þú visku þína og ert meðvituð, meðvitaður um hvað það er sem þú vilt gera og hvað ekki, það sem þú getur gert með glöðu geði og það sem þú vilt síður gera. 

Taktu áhættuna á því að standa upp fyrir sjálfum þér í dag.

 


Fastur í sama farinu?

Ein ástæðan fyrir því að við festumst í sama farinu í lífinu er sú að við fylgjum eftir öllu gömlu venjunum alla daga út og inn, t.d. notum við alltaf sama tannkremið og tannburstann, vöknum alltaf á sama tíma á morgnana, borðum sama matinn. Sitjum í sama sætinu í skólanum, förum út með sama fólkinu á sömu gömlu veitingastaðina.

fastur í sama farinu

Í dag, slepptu þér svolítið lausum og frelsaðu þig frá því sem þú ert háður í þinni rútínu. Gerðu hlutina örlítið öðruvísi í dag.  Vegna þess að þegar við breytum einhverju, þá breytist okkar orka í leiðinni, og hjálpar okkur um leið finna það besta sem við getum verið.

Við verðum að teygja okkur umfram það sem við þekkjum til að meðtaka miklu meira en við höfum þekkt hingað til.

 


Batnandi mönnum er best að lifa!

Madonna hefur iðkað Kabbalah um nokkuð skeið og hefur dregið athygli heimsins að þessum frábæru fræðum.

Heimasíða Kabbalah Center er www.kabbalah.com


mbl.is Madonna reynir að draga úr stjórnseminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að meðtaka til að deila!

Á göngu okkar í gegnum lífið þá erum við stöðuglega að taka ákvarðanir, við getum t.d. tekið ákvörðun að grípa allt sem við mögulega komumst yfir í lífinu með græðgi, eða við getum tekið ákvörðun að vera þakklát fyrir það sem við höfum og fáum og deilt því síðan með öðrum.  Kabbalistar kalla þetta hugarfar að meðtaka til deila og er í raun okkar trygging fyrir stöðuglegu flæði af góðu gengi inní okkar líf.

Í dag, hugsaðu þig um og framkvæmdu það sem mun leyfa stöðugri fyllingu að hellast inní líf þitt.

að deila með sér


Farðu á eftir því!

Við höfum öll upplifað það einhvern tímann á okkar göngu að hafa lagt allt okkar í rómantíkina í leit okkar að sálufélaga eða sett mikin tíma og orku í viðskipavin í von um góð viðskipti og endað síðan á því að brenna okkur á því. "Þvílík sóun!" gætum við hugsað.  En örvæntið eigi því að samkvæmt Kabbalah, þá missir okkar framlag aldrei marks heldur hreifir við krafti hið efra sem mun færa rétta aðilann eða rétta viðskiptasamninginn inní okkar líf.

go for it

 

 

 

 

Orka okkar og framlag er aldrei sóað.

Í dag, vertu viljug(ur) og farðu á eftir því, hvað sem það kann að vera.

 


Humanity.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband