Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Heart of gold.

Var að setja inn eitt lag heart of gold eftir Neil Young í spilarann og er hér í flutningi hljómsveitarinnar Logar sem er frá Vestmannaeyjum og er þekktust fyrir að hafa gefið út lagið Minning um mann og selt þá plötu í bílförmum og að vera eitt stærsta bandið sem eyjamenn hafa alið af sér.

Þess má geta að faðir minn er lengst til hægri á myndinni.

 Logar

logar-a-hard-rock


Nornaveiðar enn á ný?

broom

Mannskepnan ætlar víst aldrei að læra af reynslunni! Nornaveiðar á 21 öldinni hvernig má það vera ég hélt að nornaveiðar hafi dáið með svörtu öldinni. Samkvæmt fréttinni voru þessar konur valdar að slysi með galdri, það virðist vera að það ríki í Nýju Gíneu réttarkerfi og múæsingur eins og var á svörtu öldinni og maður hélt að mannkynið hafi lært af þeim hörmungum. Hvort sem þessar konur eru sakar um þennan glæp eða ekki þá finnst mér að þær hefðu átt rétt á réttarhöldum og fengið tækifæri til að verja sig. En það virðist að þessi þjóð sé illa upplýst og furðulegt réttarkerfi sé til staðar. Mér finnst að siðmenntaðar þjóðir eiga að fordæma slíka meðferð á fólki og hvetja slíkar þjóðir að nota mannúðlegri aðferðir til að dæma og refsa sínum föngum.

 


mbl.is Fjórar meintar nornir pyntaðar og myrtar í Papúa Nýju-Gíneu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustendaverðlaun fm957

Var staddur á hlustendaverðlaunum fm 957 í gær ásamt miklum fjölda af fólki og var það hin besta skemmtun og flott sýning. Gaman var að sjá Sylvíu nótt með flott show eins og henni er einni lagið, eins voru skemmtileg tónlistar atriði með Trabant, Ampop, Jeff who, Togga, Sprengjuhöllinni ásamt fleirum.
Það er nokkuð ljóst að það er bjart framundan í íslensku tónlistarlífi og gaman sjá hvað er komið mikið af nýjum og góðum böndum sem eiga eftir að gera fullt af góðum hlutum í framtíðinni.

Skemmti mér konunglega og Fm 957 fær hrós fyrir góða sýningu og skemmtun.


Nokkur ný lög.

Var að bæta í spilarann nokkrum lögum til viðbótar sem þið getið notið ef þið viljið.

Lögin eru þessi.

Stríðsvindar, Í huga mér, Það sem skiptir máli og Regnið.


Stríðsvindar.

Texti sem ég samdi og langaði að deila með ykkur set lag við það í spilarann fljótlega.

Stríðsvindar.

Heyrir þú vindinn blása

Brotnum draumum á brott

Þúsundir manna munu falla

Falla í Guðs arma á ný

 

Þúsund heimili horfin

Hér verður sviðinn jörð

Eyðilegging og sundrung skilin eftir

Svörtu satans hjörð

 

Kaldir vindar þeir blása

Stríðslöndunum í

Blóðdropar þeir falla

Samvisku dalina í

 

Trúarstríð og peningar

Eru oftast ástæðan

Sem fær fólk til að hata

Og atast út í stríð


Enn fjöllin þau fela svörin

Svörin við spurningum þeim

Til þess að stríðsörin

Verði send lengst útí geim


Þá mun sólin brátt skína

Á heimili þeirra á ný

Sviðin jörð verður fögur

Og lífið hefur tilgang á ný.


Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.

Það hryggir mig ávallt þegar menn sem koma fram í nafni Drottins og misnota traust fólks og skilja eftir sig sviðna jörð og gera jafnvel meira tjón en gott og verða þess valdandi að skapa vantraust gangvart þeim sem starfa af heilindum, enn þetta er ekkert nýtt að menn misnoti nafn Drottins bæði nú og áður þess vegna skal hafa í huga gott ráð sem Jesús gaf í Lúkasarguðspjalli 7:15-20

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?

þanning ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda.

Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu.

Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.

Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Ég vona að þessi harmleikur verði til þess að eftirlit og reglugerð verði gerð skilvirkari og að menn geti ekki starfað með þessum hætti á kostnað skattgreiðanda og ég vil minna á að sannleikurinn útlifir ávallt lygina og það kemur ávallt í ljós hvort ávöxturinn sé góður eða slæmur.


mbl.is Stjórnarformaður Byrgisins segist fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kosið á Suðurnesjum

Ég verð að taka í sama streng og Árni varðandi kosningu um hugsanlegt álver í Helguvík, Þrátt fyrir þá vakningu hjá íslensku þjóðinni fyrir umhverfisvernd sem er þörf og góð þá er samt alltaf best að hafa hlutina í jafnvægi og meta hvert tilvik fyrir sig. Ég veit það vel að okkur er skylt að ganga vel um náttúruna og virða hana, en við meigum ekki taka þá ákvörðun fyrirfram að náttúran sé mikilvægari en fólk. Í þessu tilviki þá yrði álverið ekki nærri byggð og ekki eins og allir íslendingar séu að flykkjast til Helguvíkur til að njóta náttúrunnar. 

Í dag er mikill stuðningur við að álver rísi í Helguvík og er í raun mjög mikilvægt og æskilegt að fá slíkt fyrirtæki á svæðið til að fylla uppí þau göt sem herinn skyldi eftir þegar hann fór, eins myndi slík starfsemi renna sterkari stoðum undir atvinnulífið á Suðurnesjum bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  

 

 

 


mbl.is Ekki kosið á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullmolar 2

Syndugt hugafar fæðir af sér slæmt sjálfsmat 

Ekki drepa sjálfsmynd þína, helgaðu hana frekar.

Ef þú takmarkar sjálfa(n) þig þá takmarkarðu Guð, ef þú takmarkar Guð þá takmarkar þú sjálfa(n) þig.

Að gera mistök eru ekki heimsendir, en að pakka saman og hætta er það.

Þeir sem hafa aldei gert mistök hafa aldrei reynt.

Málamiðlun er aldrei samnefnari sigurs!

Drottinn kallaði okkur ekki til að vera málamiðlarar, heldur til að vera boðberar friðarins og sannur friður kemur eftir fullnaðar sigur.

Sigurvegarar eru skapaðir ekki fæddir.

Sigurvegarar eru ekki þeir sem gera aldrei mistök heldur þeir sem gefast aldrei upp.

Sigurvegari þjálfar sig í leyni enn sigrar opinberlega.

Drottinn blessi þig ríkulega og gefi þér frið.


Gullmolar.

Að vera karlkyns er eitt, að vera maður er annað, en að vera herramaður er þessu meira.

Sá faðir sem refsar börnum sínum fyrir að gera rangt án þess að vera búinn að kenna þeim hvað sé ragnt, gjörir sjálfur rangt.

Börnin kunna að hlusta ekki alltaf á þig en þau munu ávalt verða undir áhrifum þess sem þú gjörir og á það bæði við það sem þú gjörir rétt og það sem þú gjörir rangt.

Ábyrgð föðurs er ekki að taka allar ákvarðanir fyrir barn sitt, heldur að láta barnið sjá þig taka ákvarðanir fyrir sjálfan þig.  Við erum fyrirmynd og þau munu líkjast þeim mest sem þau umgangast mest.

Sá maður sem hefur ekki stjórn á huga sínum verður ávalt undir þann kominn sem hefur slíka stjórn.

Karakter er miklvægari en hæfileiki.

Við munum aldrei finna tíma, við búum til tíma fyrir það sem er okkur er kært.

Trúinn er sem vindurinn, þú sérð hana ekki en hún verður sýnileg af þeim ávöxtum sem hún fæðir af sér.


Need ministries Indlandi.

Heyrði í dag frá vini mínum Rao frá Indlandi þar starfar hann sem forstöðumaður og stofnandi Need ministries sem er kirkja sem leggur ríka áheyrslu á hjálparstarf, neyðin er mikil í Indlandi og mikið af fólki sem er heimilislaust og fátæktin er ríkjandi á stórum svæðum.  Nýverið var mikið flóð í þorpi sem kallast Amudala Lanka þar sem stór hluti þorpsins missti heimili sín, Need ministries sendi hóp af fólki til þorpsins og safnaði heimilislausum saman og hlúðu að þeim með mat og lyf og boðuðu fagnaðarerindið til fólksins, seinna dreifðu þeir vatni, teppum, fötum og öðrum nauðsynjum og tár steymdi niður kinnar fólksins sem skildi ekkert í því af hverju ókunnugt fólk sýndi þeim svona mikinn kærleika. Þetta mættu við taka okkur til fyrirmyndar að leggja meiri hjálparhönd til þeirra sem minna meiga sín og þjóð eins og Ísland sem er ríkulega blessuð af Guði að leyfa öðrum að njóta þess sem Guð hefur blessað okkur með því að það er mín einlæga trú að ef við gefum af því sem Guð hefur blessað okkur með gleði í hjarta þá eru engin takmörk fyrir því hversu mikið Guð muni blessa þig.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband