Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hver skrifaði biblíuna?

Undanfarið hefur verið mikil umræða um nýja þýðingu á biblíunni og hversu áræðanleg hún er og það er greinilegt að sitt sýnist hverjum í þessum málum,  í ljósi þess þá langaði mig að setja hér skemmtilega heimildarmynd þar sem er skoðað ofan í kjölinn hver skrifaði biblíuna útfrá sagnfræði og sögulegu samhengi, kemur með skemmtilegan vinkil á annars viðkvæmt málefni.


Eigi getur þú gefið það sem þú ekki átt!

gefðu Þegar þú ert spurð(ur) hvað þú vilt fá útúr lífinu, þá svara flestir: hamingju, ást, traust og virðingu og svo framvegis.  Samt sem áður eru flestir sem eru ekki alltaf tilbúinn að vinna þá vinnu sem til þarf til að eignast meiri hamingju, ást o.s.f.  Þú getur aðeins gefið af því sem þú átt og hefur.  Ef að einhver er neikvæður og fullur af efasemdum, getur hann þá gefið af sér eftirvæntingu og bjartsýni?  Ef einhver er þunglyndur, getur hann þá veitt innblástur af gleði og hamingju?

Í dag, settu mark þitt á það sem þú vilt fá útúr lífinu.  Æfðu þig í því að verða það sem þú óskar eftir.

 


Landaðu þeim stóra!

Sá stóriÞað vekur oft furðu mína hversu smátt við hugsum oft á tíðum.  Alheimurinn er stöðuglega að leggja á borð fyrir okkur gnægðarborð með varanlegum gæðum svo við getum lifað uppfylltu lífi, samt sem áður þá sættum við okkur stöðuglega við leifarnar.

Ég heyrði eitt sinn sögu af manni sem fór að veiða einn daginn.  Eftir að hann var búinn að landa einum, þá tók hann fiskinn og mældi með reglustiku og ef fiskurinn var stærri en reglustikan sem hann var með þá kastaði hann fiskunum aftur í vatnið.  Í lok dagsins þá hafði hann hent þó nokkrum fiskum í vatnið og annar veiðimaður sem stóð ekki langt frá undraði sig á þessu og ákvað að ganga að honum og spyrja hann útí þetta.  Og maðurinn svaraði, "jú sjáðu til að potturinn sem ég á er ekki breiðari en 20 cm. Ég hef enginn not fyrir stærri fisk."

Lífið vill færa okkur allar góðar gjafir, en á meðan við erum föst í okkar litlu þrám og hugsunum, þá er eins og við séum að henda góðu gjöfunum frá okkur.

Í dag, hugsaðu uppá nýtt hvað það er sem þú vilt fá útúr lífinu.  Stækkaðu ker þitt, þínar þrár.  Ímyndaðu þér að þú getir gert allt og getur fengið allt og leyfðu sjálfum þér að hafa það hugrekki að fara á eftir þínum þrám.

 


Hvað skilaboð ert þú að senda frá þér?

Eitt af því sem við verðum að muna að við erum ávallt að senda skilaboð frá okkur með einum eða öðrum hætti.  Þeir hæfileikar og hvatning sem við fæðumst með var skapað til þess að deila og gefa með öðrum.

Sem dæmi, þegar þú skilur hálfklárað verk eftir þá ertu í raun að hindra ljós og blessun sem var ætluð öðrum til að færa ljós í þeirra líf.

Í dag,  leggðu þig fram og settu hug þinn allan í það verkefni sem situr eftir óklárað á hillunni einhverstaðar.  Þú veist aldrei hvað líf þú getur bætt eða bjargað með því að klára það sem þú byrjaðir á.   

29CATAXV0KCAGFLPMVCAAAXQS1CA679WP1CAR42Z8VCAP0QO0QCAP5BX8LCAMKUUFYCAZZ4VYMCA6890NACADACFT7CASRHF30CADZ1L5FCAV7RUHDCALO5235CAJT90HNCA7GMK7QCAFDSBNQ


Þú skapar kraftarverkin ekki guð!

Kraftur til kraftaverka stendur okkur til boða sérhverja stund.

Kraftaverk

Það eru mörg praktísk skref sem þú getur stigið til að nálgast þennan kraft.  Þau hafa það öll sameiginlegt að finna eftirvæntingu og fegurð í endanlegum og varanlegu gjöfum Skaparans.  

- Byrjaðu daginn með þakklæti.

- Áttaðu þig á því að lífið sjálft er kraftaverk.

- Sjáðu og viðurkenndu stórfengleika og undur náttúrunnar.

- Leitaðu eftir Ljósi, eða því besta í fari allra þeirra sem þú hittir.

- Reyndu að sjá ljós í öllum hlutum og kringumstæðum.
 

Æfðu þig í þessum fimm skrefum í dag og þú munt hafa kraft kraftaverka með þér í liði.  Skapaðu síðan það sem áður kunni að vera óhugsandi fyrir þig sjálfan, ástvini þína, og alls heimsins.


Vertu vinur í raun!

vináttaSú ráðgjöf sem við veitum vini er mikil ábyrgð, eitt af því sem mörg okkar taka of létt.  Orð hughreystingar geta breytt lífi þess sem hlýðir á, og með sama hætti getur niðurrif og dæmandi orð og framkoma skilið eftir sig mikinn skaða.

Í dag er það mikilvægasta sem við gerum er að vinna að því að vera betri vinir.  Leggur þú þig fram við að hlusta eða ertu bara að draga ályktanir?  Eru leyndar fyrirætlanir með þinni ráðgjöf?

Þumalputtareglan er sú að þér þykir sannarlega væntum þá manneskju sem leitar til þín.




 


Hlustaðu!

hlustaðu

 Þegar ættingjar og vinir leita til okkar með þá hluti sem þau eru að glíma við, þá höldum við oft að við þurfum að tala til að leysa vandann.  Samt sem áður, með því einu að ljá eyra og hlusta, þá leysast oft hlutirnir að sjálfu sér. 

Hver er hvatinn sem fær okkur til að tala, laga og ráðfæra?
 

 

Í dag, vertu hljóður, og stattu gegn þeirri freistingu að tala þegar einhver leitar til þín með sín vandamál.  Vertu einfaldlega sterk öxl til að styðja sig við, hafðu opið eyra til að hlusta og kærleiksríkt hjarta.

 


Feluleikur

Ímyndaðu þér að þú farir aftur í tímann, þú ert fimm ára og allir krakkarnir í hverfinu eru í feluleik. Þú ert hann þú telur 1.2.3.4...10.  Þú opnar augurn - allir standa þarna bara og horfa á þig.

Hvar er fjörið í því?  Nei til að upplifa ánægju og spennu þá þurfa allir krakkarnir að fela sig.  Að hafa fyrir því að finna sérhvern einstakling  er það sem gerir leikinn spennandi.  Og það að fela sig er það sem skapar spennuna og fjörið.

Svona er lífið í hnotskurn.  Okkar lífsfylling er í felum, því að annars gæfi það okkur enga fullnægju ef við fengju allt stöðuglega uppí hendurnar og þyrftum aldrei að hafa fyrir neinu. Það gæfi okkur ekki lífsfyllingu.  Það er leitin og leiðangurinn eftir ástinni, auðnum, heilsunni, vináttunni, og að lokum að vakna til lífsins andlega, það er eldsneytið fyrir þrám okkar til að vera lifandi, ef við þyrftum ekki að hafa fyrir hlutunum þá væri það okkur leiðgjarnt.

Í dag vertu með þeirri vitund að lífið er einn stór feluleikur.  Njóttu þess þótt að allt gangi ekki alltaf eftir okkar óskum, en þó með þeirri fullvissu að þín lífsfylling er falinn rétt fyrir framan nefið á þér.

feluleikur

 


Kláraðu verkið!

Hefur þú tekið eftir því hvernig síðustu fimm mínúturnar í ræktinni eru alltaf erfiðastar?  Eða síðustu fimm mínúturnar í hverju því sem við gerum. Okkur er stöðuglega freistað til þess að klára ekki það sem við byrjum á, gera þetta bara á morgun eða hvaða leið sem fær okkur ekki til að klára verkið er sú aðferð sem er notuð.  Það er kraftur eða orka sem er stöðuglega að, og markmið þess er að hindra okkur í því að klára verkið, bæði andlega og líkamlega og hindra okkur í því að nálgast ljósið.

Í dag, vertu vakandi yfir þessum stundum þegar þér langar að hætta og gefast upp.  Berstu á móti þessum krafti.  Kafaðu djúpt inná við og finndu þann aukakraft sem þú þarft á að halda til að klára verkið hversu stór eða smátt það kann að vera.

kláraðu verkið


The lost tomb of Jesus!

Hér er á ferð mjög áhugaverð heimildarmynd um grafhýsi sem fannst í Jerúsalem þegar unnið var að byggingarframkvæmdum árið 1980. Það sem vekur áhuga er það hversu fljótt fornleifastofnun Ísrael þaggaði þennann fund niður og reynir að gera sem minnst úr honum. Í myndinni er notuð fremsta tækni og bestu mögulegu vísindamenn til að rannsaka og kanna hversu miklar líkur séu á að þetta grafhýsi hafi geymt Jesú og fjölskyldu hans, svo sem Maríu Magdalenu, Maríu móður Jesú, bræður Jésú meðal annars. Skemmtileg mynd sem gaman er að skoða.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband