Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Slepptu takinu.

slepptu takinuÞað að sleppa takinu af einhverju sem þú hefur ríghaldið í er ekki veikleikamerki, heldur merki um að þú sért að þroskast.  Það býr feikna kraftur og andlegur styrkur í því að leyfa sér að vera stundum berskjaldaður og taka til greina og gefa gaum að því sem aðrir hafa að segja og taka tillit til þeirra skoðana.  Þú getur jafnvel komist að því með því að gera þetta getur umbreytt erfiðum kringumstæðum sem þú kannt að finna þig í.

Hvernig get ég orðið meðtækilegri í dag og hverju get ég sleppt takinu af í dag? 

 


Hinir dásamlegu veiku blettir

veiku blettirnirÖll höfum við svið í okkar lífi þar sem okkur hefur reynst erfitt að breyta, og eru oft til staðar jafnvel eftir að við teljum okkur hafa sigrast á þeim, við getum kallað það veiku blettina í okkar lífi.  Fyrir suma, þá getur reynst auðvelt að vera andlegur og til fyrirmyndar heima fyrir eða í því umhverfi sem þeir þekkja og finna sig örugga í, en síðan þegar sami aðili finnur sig í kringumstæðum sem hann þekkir ekki eða hefur ekki stjórn yfir þá getur komið allt önnur manneskja fram á sjónarsviðið, en það er önnur ella.  Síðan eru aðrir sem geta verið fullir umburðarlyndi og tillitssemi til ókunnugra og er þeim í raun auðvelt, en þegar nákomnir eiga í hlut þá er oft eins önnur manneskja komi fram, við eigum nefnilega oft erfitt með það að bregðast ekki við okkar umhverfi og láta undan þrýstingi, í stað þess að stjórna því sem hefur áhrif á okkur og velja sjálf hvað sé gott og hvað sé slæmt. 

Í dag, þá er gott að draga athygli á það svæði sem þú átt erfiðast með að gerast framsækinn, að gefa af þér ljós.  Þú munt fá ótaltækifæri og aðstoð, þrýsting til að eiga við þitt eðli, og það er í raun ástæðan fyrir því að fólk og erfiðar aðstæður eru að poppa upp í lífi þínu, og ef það séu sífelldar endurtekningar þá er það gott merki um svæði í lífi þínu sem þarfnast vinnu, þau eru send til að draga fram þá veiku bletti í lífi okkar og vekja okkur til meðvitundar, og ef þú leggur þig fram við vinna í þeim hlutum sem koma upp í hvert sinn, þá munt þú upplifa stórkostleg kraftaverk í lífi þínu.


Um hvað ertu að hugsa?

um hvað ertu að hugsaMargir undrast það þegar þeir komast að því að þeir séu meira og minna allan daginn í hugleiðslu.  Stundum er það meðvitað og stundum ómeðvitað, við erum stöðuglega að nota okkar verðmætu orku í það að hafa áhyggjur af sérhverju smáatriði og þar uppúr.  Þú gætir verið að hugsa um leiguna, heilsuna, sambönd og vináttu, hádegismatinn, og við getum lengi fyllt í eyðurnar.

Í dag, af hverju beinir þú ekki hugsunum þínum að einhverjum lærdómi eða leiðbeiningum, eitthvað sem getur í raun og veru fært þig áfram og bætt?  Kabbalistar mæla með því að taka frá tíma þar sem þú ert ein(n) með sjálfum þér, með augun lokuð, og einbeina þær að þeim andlega lærdómi eða leiðbeiningum sem þú ert að vinna með að hverju sinni.

Með því að gera þetta þá verður þú meðtækilegri til að draga af lærdóminum inní þína meðvitund.


Fyrirgefðu!

FyrirgefðuVið höfum öll einhverja eftirsjá eftir tækifæri sem rann þér úr greipum til að segja hvað þér finnst um viðkomandi aðila sem þér þykir vænt um, eða að hafa ekki nýtt tækifærið til að biðjast afsökunar vegna þess að stoltið varð of mikið, eða að ófyrirgefningin varð yfirsterkari, eða einfaldlega að það var of óþægilegt.

Heimsæktu einhvern sem þér þykir innilega vænt um og sem þú átt eitthvað óuppgert við - og láttu hann vita að þér þykkir innilega vænt um hann.  Enn áður en þú opnar hjarta þitt, minnstu þá orða Kabbalistans The Ari:

1. Einfaldlega elskaðu með viðkomandi hætti og tilfinningu að þú ímyndir þér í eitt andartak að þú sért viðkomandi.


2. Trúðu því að það sé möguleiki að viðkomandi muni breytast eftir að hann hefur hlýtt á það sem þú hefur að segja.

3.  Settu eðli þitt í pásu.  Skerðu á þá strengi eftirvæntingar og vænstu einskyns til baka.


Áfram gakk!

áfram gakkEins og barnið lærir að ganga fá skref í einu á milli þess sem það dettur á rassinn, þá verða skrefin alltaf fleiri í hvert skipti sem barnið reisir sig upp og heldur áfram að ganga.  Þau skipti sem barnið dettur á rassinn verða ansi smá í samanburði við öll þau skref sem það mun ganga yfir allt sitt lífsskeið. 

Með sama hætti þá getum við litið á vandamál og hindranir og verið fullviss um það að yfirleit standa slíkar kringumstæður stutt yfir.  Hindranir og vandamál eru oft send í okkar veg til þess að þrýsta okkur upp á næsta stig og til að auka okkar andlega þroska. Vandamál eru til að sigrast á þeim, til að gera þig sterkari.  Og ef við temjum okkur slíkt hugarfar, þá munt þú komast að því að vandamál og hindranir munu verða lítilfjörleg í samanburði við lífsskeið að andlegri uppfyllingu.

Í dag, minnstu þess að standa upp og ganga áfram ef þú fellur.


Þú ert það sem þú hugsar og talar.

ert það sem þú hugsar og talar

Vertu meðvitaður um kraft orða þinna, segja kabbalistarnir.  Þú einn er ábyrgur og sá sem stjórnar þínum örlögum, og þau orð sem þú lætur falla geta breytt stefnu örlaga þinna.  Eins og Karen Berg hjá Kabbalah miðstöðinni hefur sagt:

Á bak við allt sem við segjum og gerum

er kraftur sem veitir innblástur

Þegar við tölum út hluti slæma hluti-

þá eru það slæmir hlutir sem þú væntir, og slæma hluti munt þú fá.

Ef við tölum út jákvæða

 og góða hluti, þá munu góðir hlutir falla þér í skaut.

Við erum innblásturinn fyrir okkar eigið líf til hins betra eða til hins verra.

falleg orð

 

Í dag, vertu með jákvætt hugarfar sem innblástur fyrir þitt líf.  Vertu bjartsýnisfíkill, leitaðu stöðuglega að því góða, ljósinu í stað myrkurs.  Og þú munt sjá að líf þitt mun taka miklum breytingum.


Lifðu eftir því sem þú boðar öðrum.

talandi dæmiKabbalistarnir kenna okkur það að ef við viljum tileinka okkur gildi og visku Kabbalah, þá verðum við að kenna  öðrum.  Þegar ég nota orðið að kenna, þá meina ég ekki það að predika yfir öðrum og berja þá í hausinn.  Að predika er ekki að það sama og kenna.  Að kenna merkir að þú þarft sjálfur að uppfylla og lifa eftir þeim gildum sem þú vilt planta á meðal annarra.  Þú átt að vera lifandi vitnisburður, fyrirmynd fyrir aðra, opið bréf fyrir aðra, að því leiti að þú notar og lifir eftir þeirri tækni og vísdómi sem framkallar jákvæðar og góðar breytingar í lífi þínu fyrst og síðan í heiminum.

Þegar fólk finnur fyrir því ljósi og orku sem streymir frá þér, þegar þau verða vitni og sjá breytingarnar í þínu eiginn lífi, þá munu þau vilja vita hvernig þú fórst að þessu.  Þau munu vilja vita hvert þú sækir þinn kraft og hver uppspretta breytinganna þinna er.  Og það er sá tími sem þú getur auðmjúklega deilt með öðrum því sem þú hefur lært og upplifað. 

Í dag hafðu munninn fyrir neðan nefið, lifðu eftir því sem þú boðar öðrum. Þetta er besta og virkasta leiðin til að útbreiða þann boðskap sem þú vilt koma á framfæri.


Jörðin er ekki flöt!

Efasemdir eru ekki alltaf slæmar og eru í raun góður hlutur svo lengi sem þú yfirstígur þær. 

ekki flötHefðum við komist að því að jörðin er hringlótt án efa?  Einhver þurfti að koma fram og leggja fram spurninguna og ögra þeim sem héldu því fram að jörðin væri flöt.  Sú manneskja hafði efasemdir.  Sú staðreynd að við fáum stundum efasemdir er ekki slæmt heldur hjálpar það okkur að spyrja spurninga og hjálpar okkur að ná því besta fram útúr okkar lífi.

Í dag er dagurinn til að spyrja spurninga.  Ekki gera hlutina út frá gömlum vana, eða útaf því að einhver segir að svona höfum við alltaf gert hlutina.  Ögraðu sjálfan þig til að vera forvitin og leita svara fyrir sjálfan þig.  Brjóttu upp skel þess kunnuglega og örugga sem hylja hugsanir þínar,  


Uppgötvaðu Kabbalah!

Margir hafa heyrt um Kabbalah og aðrir spyrja hvað er þetta eiginlega?

Margir spyrja, er þetta gyðingatrú?

Það er ekkert skrítið að fólk dragi þá ályktun þar sem margir af mestu kabbalistum hafa verið gyðingar, en staðreyndin er sú að kabbalah er og hefur alltaf verið fyrir alla.

Önnur spurning, er kabbalah trúarbrögð?

Nei, kabbalah er ekki trúarbrögð, réttara væri að kalla kabbalah lífsstíl, visku og ákveðna lífssýn sem gerir þér kleift að læra og vita hverjar leikreglurnar eru í leiknum sem við köllum lífið. 

Setti hér stutt kynningarmyndband um visku kabbalah.


Kraftur Rabbi Shimon Bar Yochai og Bók Dýrðarinnar, The Zohar.

Hér má sjá mynd þar sem Michael Berg frá The Kabbalah Center segir okkur frá Rabbi Shimon Bar Yochai, sem er sá kabbalisti sem tók sama Bók Dýrðarinnar ( The Zohar) fyrir meira en 2000 árum síðan, einn mesti kabbalisti allra tíma.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband