Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þú ert leyndardómurinn

Á öld upplýsingar og þekkingar þá er ekki skortur á valmöguleikum á þeim andlegu leiðum og kennurum sem eru í boði til að fara eftir. Það hefur sína kosti fleiri og fleiri eru að vanka við sér af værum svefni og opna augun í fyrsta sinn, slæmu kostirnir eru kannski þeir að margra þessara leiða krefjast þess að þú þurfir að leita stöðuglega til annarra til að fá svör við þínum spurningum og til að fylla á tankinn þegar hann tæmist.

En sannleikurinn er sá að þú hefur öll svörin nú þegar innra með þér, þú ert lykillinn og leyndardómurinn fyrir þínu lífi og sem betur fer eru til margar leiðir sem veitir þér þau verkfæri til að fjarlægja vefinn og rykið sem sest hefur yfir sál þína sem hjálpartæki, en samt sem áður er öll sú viska sem þú leitar að og þarfnast nú þegar innra með þér.

Í dag, æfðu þig í því að biðja ekki aðra um ráðgjöf, heldur stilltu þig inná þessa hljóðu rödd innra með þér. Þetta er rödd sálar þinnar sem segir þér allt sem þú þarft að vita.

wisper


Hreyfist skugginn þinn ef þú stendur kyrr?

Hreyfist skugginn þinn ef þú stendur kyrr?

Rétt eins og skugginn okkar hreyfist ekki nema þú hreifir þig fyrst, þannig er það líka farið með ljósið í lífi okkar það getur ekki unnið meira fyrir okkar hag en við höfum sjálf sáð fyrir og hjálpað öðrum, það að hjálpa náunganum og að gefa af sér dregur ljósið inní þitt líf.

Í dag, vertu opinn og jákvæður fyrir því sem aðrir hafa að segja. Þú þarft ekki endilega að vera sammála öllu, hlustaðu aðeins. Ef þú gerir það vittu þá til að þú munt sjá að fleiri af þínum bænum mun verða svarað.  

skuggi


Allt sem til þarf er ást!

Elskaðu náungan eins og þú elskar sjálfan þig. Ímyndaðu þér hvernig heimurinn gæti orðið ef fleiri í heiminum tæku upp að elska og virða hvort annað og lifðu eftir þessum orðum.

Ef sérhvert okkar legði sig fram í því að bera umhyggju og að skilja hvort annað þá hefðum við milljónir manna sem myndi gera slíkt hið sama gangvart þér. Þá hefðum við ekki mikið til að hafa áhyggjur af : )

Sumir gætu sagt er þetta ekki bara Pollíönu
leikur eða hvað? Prófaðu það í dag, leyfðu þér að taka frá tíma þar sem þú hugsar um með hvaða hætti þú getur hugsað um annað fólk og síðan sett þær í framkvæmd.

52passion

 


Maðurinn með andlitin tvö.

Maðurinn með andlitin tvö, öll þekkjum við til hans annað hvort í fari okkar eða þá allt í kringum okkur. Alla vega þá vill hann telja fólki trú um það að hann sé annar en hann er. Ástæðan er í raun sú sama hjá öllum, hann er alveg dauðhræddur um að einhver skyggnist bakvið tjöldin og uppgötvi að það er annað sem býr á bakvið þá grímu sem sett er upp sem vörn. Gæti það verið ótti og óöryggi sem stjórna honum, halda föstum og hindra honum að sýna sitt rétta andlit? Er hann sami maðurinn þegar gríman er tekinn niður þegar engin sér? Ég held að við öll höfum gerst sek einhvern tíman um það að taka þátt í leikriti þar sem þú ert falin(n) á bakvið einhverja grímu og felur þína sönnu fegurð.

Enn það er eitt sem ég hef lært að vera ekki hræddur við að leyfa öðrum að sjá veikleika mína því í raun hafa allir veikleika sem þeir fela ef við erum nú alveg heiðarleg og í raun verða veikleikarnir að styrkleika þegar maður hættir að reyna að fela þá og horfist í augu við þá staðreynd að þeir eru þarna og fara ekki fyrr en tekið er á þeim. Auðmýkt er sú andlega leið sem færir ljós í líf okkar og þar finnum við okkar sanna styrkleika. 

Kæru vinir, mitt ráð í dag er það, hættum að vera í feluleik og leyfum okkur að vera það sem við erum, hvað er það versta sem getur komið fyrir?

gríma


Viltu vita leyndarmál ástar án skilyrða?

Ég elska þig ( Þegar ég vil(l) það ekki).

Ég elska þig ( Í stað þess að dæma þig).

Ég elska þig ( þótt að þú elskir mig ekki).

Opnaðu þig í dag, hleyptu fólki inn. Sýndu þeim hversu mikinn kærleik þú hefur að gefa.


ást án skilyrða


Leggjum okkur fram að dæma ekki!

Á okkar andlegu göngu þá er það markmið okkar að fjarlægja dóm og þjáningu úr andrúmsloftinu í stað þessa að auka við það.  Kabbalistar kenna það að þegar við leggjum okkur fram og erum stöðuglega vakandi yfir því að fjarlægja dóm og nota sérhvert tækifæri til að gera gott, þá mun enginn dómur falla yfir þig. 

Í dag, taktu eftir hversu oft þú dæmir fólk í kringum þig, bæði hvernig þú hugsar um viðkomandi og hvernig þú talar um hann þegar hann er ekki til staðar. Leggðu þig fram að vera miskunsamur og að sýna skilning og reyna að setja þig í spor viðkomandi í stað þess að dæma kalt.

Og vittu til hversu mikið þú munt breytast til batnaðar og draga að þér blessun þegar þú tekur á málum með þessum hætti.

loser


Vinsamlegast hættu að berja á sjálfum þér!

Vinsamlegast hættu að berja á sjálfum þér!

Á ferðalagi sálar okkar er eitt öruggt að við munum upplifa lífið bæði það góða og það slæma og hluti af þeirri upplifun er að gera mistök sem við svo lærum af og umbreytum svo í stökkpall sem færir okkur nær því marki að þróast og þroskast og að verða betri manneskja í dag en í gær. Þegar við gerum hluti sem særa aðra, þá upplifum við sársauka vegna þeirra mistaka, sem gerir okkur svo kleift að breytast og að gera ekki sömu mistökin aftur. Það er allt saman gott og blessað og maður bætir úr því sem miður fer en stundum í þeim ferli þá gleymum við stundum að fyrirgefa sjálfum okkur fyrir að gera mistök, það er enginn ástæða til að refsa sjálfum sér endalaust og sannfæra sjálfan sig um að maður sé versta manneskjan í heiminum, öðrum líður ekkert betur þó að þú sannfærir sjálfan þig um að þú eigir að þjást.

Í dag, æfðu þig í því að fyrirgefa, fyrirgefa sjálfum þér.

fyrirgefa

 


 


Hvað veitir þér hamingju?

Hvað er það sem veitir þér hamingju? Hvað er það sem færir þér þá tilfinningu að vera uppfylltur að nú sé allt eins og það var alltaf ætlað?

Taktu frá tíma til að staldra við. Án síma, tölvu, krakkarnir sofnaðir, allt er orðið hljótt, lokaðu augunum og hugsaðu um þá hluti sem veita þér hamingju og eins þá hluti sem láta sem draga þig niður og stela frá þér hamingju og spurðu síðan sjálfan þig er ég að beina augum mínum að réttum hlutum get ég stjórnað því andrúmslofti sem ég vil hafa í kringum mig? Svarið er já og það er aðeins þú sem getur stjórnað þeim hlutum og haft það í hendi þér hvort þú viljir skapa gleði eða leysa neikvæða orku útí andrúmsloftið.

Færðu þig nær þeirri hamingju strax í dag og settu fókusinn á þá hluti sem færa þér gleði,  láttu þá lita sérhverja hugsun og verða innblástur fyrir allt sem þú gerir. Þegar þú missir sjónar af því sem skiptir máli þá beindu augum þínum á ný á þá hluti sem færa þér gleði og hamingju.

happy


Stjórnlausar tilfinningar og skemmandi orð.

Þegar við verðum reið eða ósátt við einhvern þá er það mjög auðvelt að svala þeirri löngun að rífa viðkomandi í sig, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn segja margir,en eins og Gandhi benti á að slík hegðun skilur bara eftir sig heim fullann af fólki sem er blint og tannlaust og oft á tíðum vill þetta verða fólk sem standa hjarta okkar nærst.

Enn það er eitt með orðin þau eru eins og örvar um leið og þú hefur hleypt þeim af stað þá er ekki hægt að taka þau til baka skaðinn er skeður. Við getum örugglega rifjað upp eitthvað atvik úr fortíð okkar þar sem slík gagnrýni og skemmandi orð hafa en í dag jafnvel áhrif á þig og samskipti þín við viðkomandi aðila. 

Verum varkár hvað við segjum og gætum tungu okkar og æxlum ábyrgð á tilfinningum okkar aldrei láta stjórnlausar tilfinningar yfirbuga skynsemi og tillitsemi, við vitum aldrei hvað særandi orð eða athugasemdir geta skemmt daginn eða lífið fyrir þeim sem verður fyrir barðinu á orðum okkar.
 

 anger

 


Hamingjan er líkt og fiðrildi

Hamingjan er líkt og fiðrildi - því meira sem þú hleypur á eftir því, því hraðar mun það fljúga í burtu.  En ef þú situr kyrr um stund þá muntu sjá að það mun setjast gætilega á axlir þínar.

Við gerum þetta öll hlaupum á eftir veraldlegum hlutum sem við höldum að færi okkur hamingju, á meðan öll sú fylling sem við leitum af er að finna með því að vera einfaldlega hljóður og hlusta á okkar innri rödd.

Taktu frá tíma í dag til að vera glaður.
 

fiðrildi


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband