Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Ert þú langrækinn?

Heldur þú skrá yfir þá sem hafa komið illa fram við þig? 

Í okkar samböndum, í vinnunni, eða bara almennt í lífinu, þá held ég að það sé óhætt að segja að flestir gera það að einhverju leiti, "ég heyri þig nú hugsa, ég er ekki hefnigjörn manneskja." En hversu oft hefur þú sagt við sjálfan þig, " ég læt hann / hana nú ekki komast upp með þetta!?"

Við gerum það öll að einhverju mæli, höldum utanum hverjir skulda okkur og hverjum við skuldum- á neikvæða mátann. Þetta er mjög ókabbalisk hegðun vegna þess það er ekki á okkar könnu að ákveða hver fær blessun og hver fær vanblessun, það er aðeins ljósið sem ákvarðar það.

Í dag, ef einhver snertir viðkvæma strengi hjá þér, mundu þá, þetta er ekki þitt vandamál. Þú hefur um mikilvægari hluti að hugsa, og það er ekki um hvernig þú ætlar að jafna um hann eða hana, heldur um þá staðreynd að þinn tími og orka er of verðmæt til að sóa þeim í reiði, hatur og langrækni. Í næsta skipti þú lendir í aðstöðu þar sem einhver kemur illa fram við þig, gakktu þá bara áfram og dustaðu rykið af þér. Lögmál gjörða og afleyðinga mun vinna sína vinnu fyrir okkur.

cause and effect


Vertu framsækin(n)


Hvernig byggir þú upp hvatningu til þess að verða betri manneskja?

Kabbalistar útskýra að besta leiðin til að byggja upp hvatningu er að rjúka beint í málið og framkvæma, eða að vera framsækinn. Í örðum orðum ekki vera latur eða löt. Hugmyndin er sú að ytri framkvæmd hvetur innri framkvæmd. Líkaminn kveikir bál útúr tilfinningunni. Það ætti að vera markmið allra að hafa stjórn yfir sínum tilfinningum - en ekki stjórnast útfrá tilfinningum.

Hvað framkvæmd ætlar þú að setja í verk í dag?

Your-Move


EKKI LESA ÞETTA!

Sagan segir af manni sem var að leggja af stað í sumarfrí, og skilur aðstoðarmann sinn eftir til að sjá um hlutina fyrir sig á meðan hann er í burtu.  Maðurinn setti saman samviskusamlega lista yfir allt það sem þarf að gera, og segir síðan við aðstoðarmann sinn þú verður að lesa yfir listann minnsta kosti tvisvar á dag. Síðan leggur maðurinn af stað í sumarfrí, þegar hann snéri til baka þá sér hann að allt sé í óreiðu. Hann spyr aðstoðarmann sinn, "Hvað gerðist eiginlega?" Aðstoðarmaðurinn svarar, " ég gerði það sem þú sagðir mér að gera. "Ég las listann yfir tvisvar sinnum á dag."W00t  

Við verðum að framkvæma ef það sé vilji okkar að komast áfram í lífinu þetta árið. Hvaða framsæknu skref ertu þú tilbúin(n) til að taka nú á næstu vikum?

ekki lesa þetta

 


Hin 72 nöfn guðs.

Í visku kabbalah er margskonar tækni og þekking notuð til þess að stuðla að andlegum þroska og bættu lífi og mannkyni, eitt af þeim tækjum sem er notuð eru hin 72 nöfn guðs.

Hin 72 nöfn guðs eru ekki í sjálfu sér "nöfn" í bókstaflegri merkingu. Þau eru mjög ólík venjulegum nöfnum sem við notum sjálf til dæmis þegar við kvittum fyrir bréfi eða aftan á kreditkortum okkar.

72 nöfn guðs

Þess í stað eru hin 72 nöfn leiðir til að tengjast þeirri óendanlegu andlegu orku sem flæðir allt í kringum jörð okkar.  Við getum líkt þessu við að ef þú vildir sjá ákveðin sjónvarpsþátt þá eru nokkur atriði sem þú þarf að hafa á hreinu, t.d. hvenær hann byrjar og á hvaða stöð hann er sýndur á svo að þú getir stillt þig inná þá rás og notið þáttarins. Þetta kann að hljóma furðulega en ef þú spáir í því þá eru allskonar bylgjur og sendingar allt í kringum okkur sem við sjáum ekki en njótum samt góðs af þeim. Ég gæti nefnt þráðlausar sendingar, t.d. síma, útvarps, sjóvarps, nettengingar svo eitthvað sé nefnt. Þú ert að tengja þig inná þessa orku og notar hana jafnvel daglega, samt sérðu þær ekki en þú nýtur góðs af þeim ekki satt?  

Á sama hátt eru hin 72 nöfn tíðnir sem þú getur stillt inná í hinu andlega og móttekið af þeirri andlegu uppsprettu líkt og kabbalistar hafa gert í þúsundir ára.

 

Nafnið sem ég vill taka fyrir í dag er nafn númer 49 "hamingja."

Þegar þú skannar þetta nafn sjáðu þá fyrir þér í huganum allt það góða sem þú vilt sjá í þínu lífi.

49happiness

Ég finn styrk til að standast þrár mínar sem sprottnar eru frá sjálfselsku.  Með þessu Nafni þá bið ég þess sem sál mín þarfnast, en ekki það sjálfselska mín þráir. Ég finn fyrir djúpu þakklæti fyrir öllu sem lífið færir mér. Þetta færir mér hamingju í orðsins fyllstu merkingu.


 

 

 

 


Lærðu að meta þínar gjafir.

Öll okkar erum blessuð af einhverri gjöf sem okkur hefur verið gefið. Við þurfum stundum að staldra við og vera þakklát fyrir það sem okkur hefur verið gefið, svo að þær blessanir séu áfram á meðal oss. Í gegnum þakklæti þá getum við forðast þá tilfinningu að við séum að missa af einhverju eða að okkur vanti endilega það sem aðrir hafa og þar með missa þær blessanir sem eru nú þegar til staðar.

Í dag, vektu upp innra með þér jákvæða orku og kraft þakklætis svo að þú megir vernda og viðhalda öllu því sem er þér kært. 

gjafir


Erfitt fólk!

Þær hindranir og áskoranir sem birtast í lífi okkar eru í raun ekki "óvinir" okkar. Í raun þær hindranir sem við mætum voru skapaðar og hannaðar til þess að hjálpa okkur að vaxa andlega sem er hinn sanni tilgangur lífs okkar.

Með þetta í huga, gerðu þá lista í dag yfir nokkra einstaklinga sem eru þér erfiðir. Getur þú svo séð þá með þeim hætti að það sé kannski jákvæð ástæða fyrir því að þau séu í þínu lífi? 

erfitt fólk

 


Að viðhalda þakklæti.

Viltu vita hvert mótefnið við því að vera þunglyndur, óhamingjusamur og óuppfylltur?

Þakklæti er svarið.

Þegar við erum upptekin af því að horfa á það góða sem aðrir hafa gert okkur, þá færist athygli okkar af því sem við höfum ekki, og þar sem það er í eðli okkar að vera sífellt að leita að því slæma, þá er það stöðug barátta að viðhalda þakklætinu. 

Hvað er það í lífi þínu sem þú þakklát fyrir?

þakklæti

 


Góða nótt!

Flestir vilja hvílast þegar þeir sofa ekki satt? Ólíkt flestum, þá hafa kabbalistar ávalt notað svefninn sem grundvöll fyrir andlega vinnu. Ef þú ert að fara í ganga í gegnum áskoranir í lífi þínu, vissir þú þá af því að þú getur óskað eftir lausn og handleiðslu áður en þú ferð að sofa, og mjög oft þá færðu svarið í draumi, eða vaknar næsta morgun og hefur skyndilega svarið sem þú leitaðir af. 

Ef þú ert að upplifa ótta og kvíða, vissir þú þá af því að þú getur óskað eftir þeim styrk sem til þarf til að sigrast á ótta og kvíða áður en þú ferð að sofa, og jafnvel munt þú horfast í augu við óttann og kvíða í draumi, svo að það sem virtist óklífanlegt fjall er skyndilega orðið að litlum hól.

Gerðu áætlun um andlega vinnu í kvöld áður en þú ferða að sofa,

góða nótt


Hefur þú einhvern tímann mætt vandamáli sem ekki er hægt að leysa?

Hefur þú einhvern tíman mætt vandamáli sem ekki var hægt að leysa?  Ekki ég heldur, ef það myndi gerast þá myndi ég fylgja ráðum mikils kabbalista Rav Ashlag sem sagði meðal annars: Í stað þess að berja hausinn við steininn í þeirri von að reyna að leysa málin, beindu þá athygli þinni á þau svæði lífs þíns þar sem þú hefur góða yfirsýn og gott flæði, fyndu leið til að vera glaður. Gerðu meira af því sem þú ert góður í. Syngdu fleiri söngva sem þú kannt. Vertu þú sjálfur og dragðu fram þá góðu kosti sem þú býrð yfir nú þegar, og láttu þá góðu yfirsýn og það góða flæði sem þú átt núna brjóta niður þá veggi sem þú kemst ekki yfir.

Af öllum gjörðum eru afleiðingar, ef við setjum orku okkar í það að vera neikvæð þá er það sú orka sem við drögum að okkur, ef við einblínum á jákvæðni og virkjum þá góðu hluti sem við höfum nú þegar í lífi okkar þá munt þú fá meira ljós inní þitt líf.

be happy


Hvað gerðist í dag?

í Zóharnum er ritað um að áður en við förum að sofa, þá er gott að fara yfir daginn og vega og meta hvað gerðist yfir daginn, hvort að við höfum sent frá okkur jákvæða eða neikvæða orku, eins hvetur Zóharinn okkur að horfast í augu við hegðun okkar og hugsun á hverjum degi og vinna í og lagfæra það sem miður fer.

Skiptir engu hversu andleg við teljum okkur vera, eða hvaða verkfæri við erum að vinna með, ef við tökum ekki frá tíma til að vega og meta hvað betur mætti fara þá munum við lifa í myrkri. 

Í kvöld, farðu yfir það sem gerðist yfir daginn. Þú kemur kannski ekki auga á hlutina strax. En þráin mun vekja vitund þína og varpa ljósi á neikvæðu deplana. Og að lokum mun fjarlægja sársauka og myrkur úr lífi þínu.
vog


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband