Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ljós Kraftaverka!

Við erum sífellt að biðja um kraftaverk með einum eða öðrum hætti.  En hversu oft óskum við þess að kraftaverkið gerist fyrir einhvern annan en okkur sjálf?

Það er mikill munur á því að vera ker eða leiðsla eða tengiliður.  Kerið getur aðeins haldið Ljósi eftir stærð þess.  Tengiliður - leiðsla er sífellt að draga niður meira Ljós fyrir aðra, leiðslan getur verið full og um leið úthlutað ótakmarkað Ljós.

Hvort viltu frekar vera?

Í dag, hugsaðu um elskhuga þinn/vini/yfirmann/afa/ömmu/barni eða hvern sem er - hvaða kraftaverk þurfa þau á að halda?  Vertu nákvæmur.  Sendu Ljós kraftaverka til þeirra manneskju sem þarf á því að halda og þú sjál(ur) munt verða yfirfull af Ljósi kraftaverka.

ljós


Hvað skal gera?

Oft á tíðum þá er maður ekki viss um í hvaða átt skuli stefna, og á slíkum stundum hef ég valið eina stefnu sem innri tilfinning segir mér að velja og fylgt henni eftir með festu og fullvissu.  Ég hef lært af lestri í Zohar að stundum er óvissa góður staður til að vera á.  Það er framkvæmdin, það að láta vaða, taka áhættu sem færir manni síðan skíra mynd.

innri rödd

 

 

 

 

Í dag, ekki bíða eftir 100% fullvissu til að framkvæma.  Farðu eftir þinni innri sannfæringu, tilfinningu og láttu rödd Ljóssins leiða þig þá leið sem framundan er. 

 


Lítill sætur froskur!

Langaði að skella hér einni gamalli færslu sem á bara vel við í dag. 

Eitt sinn fyrir langa löngu var lítill sætur froskur sem féll ofan í risa stóra skál af rjóma. Litli froskurinn gat með engu móti komist uppúr skálinni en hélt þó áfram að spyrna frá sér í von um að komast uppúr. Hann spyrnti aftur, aftur og aftur þar til að rjóminn umbreyttist loks í smjör og þá gat litli sæti froskurinn hoppað úr skálinni á öruggan stað. 

Þetta er saga um mig og þig. Við erum froskurinn. Við getum annað hvort lagt árar í bát og gefist upp þegar við mætum því sem virðist óyfirstíganleg hindrun, eða þá spyrnt frá okkur aftur, aftur og aftur þar til vanblessun umbreytist í blessun. Þú getur þó verið fullviss um það að Skaparinn okkar vill að við lifum af þær orrustur sem við lendum í, og sigrast á okkar púkum, og skiptir engu um það hversu svart útlitið kunni að vera, þá er alltaf ljós á hinum endanum á göngunum. Áskorunin okkar er sú að viðhalda okkar fullvissu og halda áfram að berjast hina góðu baráttu.

Haltu áfram að spyrna frá þér í dag. Vertu viss að það er til lausn á hverju því sem herjar að þér og virðist yfirþyrmandi.

froskur


Valið er þitt.

Rav Ashlag stofnandi Kabbalah Center árið 1922 kenndi okkur að það eigi aldrei að vera neinar þvinganir í okkar andlega lífi og leit.  Ef þú ert að sækja kirkju eða musteri eða gefur tíund eða vinnur sjálfboðastarf vegna þess að einhver sagði að þú yrðir að gera það þá er það ekki gert með heilindum og er ekki raunverulegt. 

velduÍ lífinu, þá eru við annað hvort afleiðing af vali eða þvingun.  Sem þýðir að okkar forgangsröð, tilfinningar og andlegar tengingar geta verið settar yfir okkur eða þá að við getum valið þessa hluti sjálf. Við komum ekki hér á jörðina til að verða trúræksnis trúðar eða vélmenni sem gerir aðeins það sem því er skipað eftir bókinni.  Nei við komum til að verða skaparar yfir okkar örlögum.
 

Jú við þurfum kennara, leiðbeinendur, og ástvini til að hjálpa okkur að fjarlægja það sem blindar okkur, en hið endalega val er og verður ávalt okkar val.


Í dag er góður dagur til að velja hvað lífi þú vilt lifa.


Minnumst þess góða.

Að renna yfir okkar góðu kosti og okkar jákvæðu gjörðir í huga okkar er músík fyrir sálina.

do 

 

 

 

Í dag, hjálpaðu þá vinum og vandamönnum þínum að muna sína góðu kosti sem prýða þá.  Talaðu um þá, það mun færa þér góða tilfinningu.  Því meira sem þú virðir og heiðrar sjálfan þig, því meira munt þú skynja nærveru Guðs, Ljóssins, Jesú, Vishnu, Múhammed, Búdda eða hvern þann æðri kraft sem þú samsvarar við í þínu daglega líf. 

 


Ekki sofna á leiðinni!

Þegar við viljum sjá hluti verða að veruleika, þá höfum við oftast eitthvað sérstakt í huga.  Við gætum viljað sjá nýjan starfsferil verða að veruleika, eða spennandi samband , stærri hús, betri heilsu o.s.f.  Það er sannarlega mjög mikilvægt að hafa markið, eitthvað til að stefna að.  En í dagsins amstri þá verðum dofin eða blind og hættum að vera opin fyrir því sem lífið færir okkur í skaut.  Sá sem er meðvitaður og andlega þroskaður er opinn fyrir hverju sem er.

svefnÞess vegna er það okkur mikilvægast að vera ekki þröngsýn og eftirvæntingalaus í dagsins amstri og leyfa ljósinu að færa okkur í þá átt sem við þurfum að stefna að hverju sinni.  Sú stefna kann að vera önnur en sú sem við vorum búin(n) að sjá fyrir okkur, en sannaðu til að til langtíma mun hún reynast betri leið. 
Í dag, vertu opin fyrir að sjá lausn eða lausnir fyrir þarfir þínar, jafnvel lausnir sem þér  kann ekki að líka til að byrja með eða skilur ekki akkúrat núna.  Þetta snýst nefnilega um að uppgötva að þú getur ekki leyst úr eða gert allt sjálfur og til að kenna þér að vera meðvitaður um að allt sem kemur í  líf þitt er komið til að stuðla auknum andlegum þroska og vexti, og til að þrýsta þér til að sjá atburði sem kunna að hafa verið í gangi eða eru í gangi sem tækifæri í stað hindrun.

Öll þau svör og lausnir sem þú leitar að eru nú þegar innra með þér!

Mundu að eins og það er ritað "Guð er ekki fjarri."  Ekki láta myrkrar eða neikvæðar hugsanir sannfæra þig um það að þú sért víðs fjarri frá því að vera sá sem þú þráir að vera, eða að fjallið sé of hátt til að klífa það.

Öll þau svör og lausnir sem þú leitar að eru nú þegar innra með þér!

jákvæðni

 

 

 

Í dag taktu þá eitt smátt skref í áttina að því sem þú vilt sjá breytast og Ljósið mun leiða þig áfram á næsta stig.


Ekki missa af tækifærinu!

Oft á tíðum þá fáum við frábæra hugmynd eða fáum góða tilfinningu gagnvart einhverju en fylgjum því ekki.  Við viljum velta þessu betur fyrir okkur, og áður en þú veist af þá hefur þú misst af tækifærinu.

tíminn líðurKraftaverkin gerast yfirleitt í kringumstæðum sem eru ekki þægilegar og oftar en ekki þá krefjast þau þess að taka áhættu.  Þá sekúndu sem þú veist innra með þér hvað þarf að gera, þá er það stundin til að fylgja þeirri vitund eftir.

Prófaðu að sleppa því að velta hlutunum of mikið fyrir þér í dag þegar þú færð tilfinningu eða hugmynd sem þú finnur innra með þér sé rétt, fylgdu þá þinni sannfæringu og framkvæmdu og framkvæmdu hratt, sjáðu hvað gerist.


Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð?

Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð? 

FPF631~Adam-and-Eve-Posters

Var það útaf eplinu sem þau átu? Nei. The Zohar (bók dýrðarinnar) sem er yfir 2000 ára gömul rit Kabbalista talar um hina raunverulegu synd Adams, sem var sú að hann hætti að trúa því að hann væri verðugur til að vera þarna áfram.

Kjarninn er sá að okkur er heimilt að gera mistök.  Öll okkar.  Til er vinsæl tilvitnun sem fer á þessa leið, englarnir eru á himnum.  Við erum hér á jörðinni fyrir þá
ástæðu að falla og læra að komast aftur upp.
En þegar syndir okkar eða réttara væri að segja mistök okkar láta okkur finnast óverðug, eða vanmáttug þá er það hin raunverulega synd.
 
Í dag skaltu bera höfuð þitt hátt og lyftu þér upp úr lægðinni uppá hærra svið en þó ekki svo hátt að þú náir ekki til þess.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband