Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Að sleppa úr fangelsi óttans.

Í mínum hugleiðingum og skrifum um Kabbalah þá hafið þið oft séð mig nota eftirfarandi hugtök, Guð, Ljósið eða Skaparinn og út frá þessum hugtökum hafa sumir dregið þá ályktun að ég sé að hvetja fólk að taka upp trú á einn allsherjar Guði út frá skrifum mínum, svo fer víðs fjarri. 

Hið rétta er að Kabbalah kennir okkur aftur á móti með hvað hætti við getum uppgötvað og upplifað það Ljós sem býr innra með okkur öllum.  Aukið okkar þekkingu á okkur sjálfum og því umhverfi sem við búum í, veitt okkur þau tæki og tól sem nauðsynleg eru til að þroskast og sigrast á ótta okkar.  Ástæðan fyrir því að við kvíðum að líta á og takast á við okkar ótta er vegna þess að þessi sami ótti eru þeir rimlar í fangaklefa þínum sem halda þér frá þínum eilíflega hluta eða þínu æðra sjálfi.

Í dag vertu vakandi yfir því hvað þú óttast.  Taktu eftir hversu oft þessi ótti kemur upp og finndu hversu sársaukafullt það er að dvelja með þeim ótta.

ótti

 


Tækifæri - ekki tækfæri það er spurningin.

Ég heyrði eitt sinn sögu um tvo farandsölumenn sem unnu við það að ferðast um allan heiminn og seldu skó.  Í einni slíkri ferð þá lá leið þeirra til lands í svokölluðu þriðja ríki.  Fyrri sölumaðurinn sem hét Jón lenti snemma dags og kom sér fyrir á hóteli sínu og fór að kanna aðstæður til að selja skó. Við það féllust honum gjörsamlega hendur og hann flýtti sér aftur á hótelið og hringdi í konu sína og sagði: elskan þú munt ekki trúa hversu mikil vonbrigði þessi ferð er, það er engin von fyrir mig hér, hérna gengur enginn í skóm, hvernig á ég í ósköpunum að selja svo mikið sem eitt par?  Síðan pakkaði Jón niður og tók næstu flugvél heim. 

tækifæri

Seinni sölumaðurinn hann Hannes kom með næstu vél á eftir Jóni.  Hannes kom sér líka fyrir á hótelinu og hóf síðan að kanna aðstæður og markað til að selja skó.  Hannes var fullur eftirvæntingar og flýtti sér aftur á hótelið til að hringja í konu sína og sagði: elskan þú munt ekki trúa hversu heppinn ég er að vera kominn hér, hérna eru svo mörg tækifæri.  Enginn þeirra sem búa hér ganga í skóm!  Ég get selt skó til allra landsmanna hér.  Sem hann endaði svo á því að gera og seldi þúsundir skópara.

Í dag, horfðu þá aftur yfir þau svæði sem þú taldir að væru engin tækifæri.


Breyting fæðir af sér breytingu!

Ef þú vilt ná að afreka það ómögulega, þá þarft þú stöðuglega að mæta því óþekkta.  Breyting fæðir af sér breytingu.  Oft á tíðum getur verið svolítið ógnvænlegt og jafnvel yfirþyrmandi að gera þessar dramatísku breytingar.  Við eigum það til að frosna jafnvel af ótta og efa.  Eina leiðin til að sigrast á því er að æfa sig að gera stöðuglega breytingar í litlum skömmtum í hvert sinn og stækka síðan ker sitt með hverri breytingu.

Í dag, farðu þá nýja leið í vinnuna.  Pantaðu eitthvað nýtt af matseðlinum næst þegar þú ferð út.  Talaðu við ný andlit í næsta fögnuði sem þú ferð í.  Breyttu útaf vananum því að breyting leiðir af sér breytingu.

breytingar


Umburðarlyndi - Þolinmæði

Hversu oft höfum við sagt við einhvern,"ég er margsinnis búinn að segja þér þetta!" við einhvern sem hefur gert mistök.

Stundum velti ég fyrir mér hvað það er sem veldur því að viljum við fá alla þá þolinmæði og umburðarlyndi sem handhæg er gagnvart okkur sjálfum ef og þegar okkur verður á mistök, en höfum síðan enga þolinmæði gagnvart mistökum annarra.
 

Í dag, gefum öðrum færi á að breytast. Ekki vera svona fljót að skjóta hvort annað í kaf.

umburðarlyndi


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband