Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sjáðu sáðkornið!

sa_korn.jpgSérhver uppákoma, atburður í veröld okkar inniheldur sáðkorn.  Lífið kann að sýnast í óreiðu, tilviljunarkennt og ruglingslegt, þá er það aðeins vegna þess að við erum ekki meðvituð og skiljum ekki framvindu lögmálsins sem er sífellt er að störfum og kallast lögmál gjörða og afleiðinga, (sem þýðir í stuttu máli að allt sem við gerum og segjum hefur afleiðingar) í öðrum orðum viljum við aðeins sjá það áþreifanlega, þegar sáðkornið fer í moldina þá sjáum við það ekki, það þýðir samt að það sé ekki þarna og að í sáðkorninu sé tré sem á eftir að verða sýnilegt.

Vankunnátta fólks á þessari staðreynd hefur þær afleiðingar að það lifir í þeirri blekkingu að skyndilega komi ógæfa yfir eða skyndileg blessun og það botnar ekkert af hverju.  Ekkert gerist af því bara eða fyrir tilviljun, ekkert gerist bara skyndilega.  Stóra tréð í garðinum birtist ekki bara skyndilega, nei það þurfti að planta sáðkorninu fyrst áður en það varð sýnilegt.

Ef það er eitthvað í lífi þínu núna sem þú vilt losna við, þá verður þú fyrst að viðurkenna fyrir sjálfum þér þá staðreynd að já þú plantaðir einhver staðar sáðkorni í fortíðinni sem hefur nú borið ávöxt.  Skiptir engu hversu skyndilega og tilviljunarkennt það kann að vera, vertu þá viss um að það eru engin slys eða tilviljanir í Kabbalah.  Það er aðeins regla, gjörðir og afleiðingar af þeim gjörðum, framkvæmd og afleiðing framkvæmdar.

Í dag, plantaðu jákvæðu sáðkorni með því að gera þig aðgengilegan fyrir aðra og taktu ábyrgð á því sem þú hefur gert í hugsunarleysi, í sjálfselsku og öðru sem þú hefur gert á kostnað annars.


Edgar Casey - Endurholgun - Sálufélagi

Edgar Casey var einn mesti miðill sem uppi hefur verið, og eitt af því sem hann talaði mikið um var fyrri líf, Edgar talaði um að sálin væri stöðugt að endurfæðast til þess að þroskast og þróast, hann hjálpaði fólki í nútíð með því að fræða það um fyrri líf og benti þeim á leiðir til að leiðrétta mistök úr fyrra lífi. Áhugaverður þáttur.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband