Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Láttu slag standa!

 Sérhver stund sem líður hjá kemur ekki til baka. Allt það sem við ætluðum að gera en gerðum ekki er glatað tækifæri sem getur aldrei orðið eins og það hefði geta orðið. Ef við horfum á hlutina með þessum hætti þá getur þetta verið gríðarleg hvatning sem fær mann til að framkvæma og gera í stað þess að hika og missa af.

Í dag er dagurinn! Stökktu á eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Taktu áhættu. Lífið líður of hratt hjá!

 

 taktu áhættu


Stöðug endurspilun

Þú hefur augu, enn hvað er það sem þú sérð í raun og veru? Í amstri dagsins förum við gengum sömu rútínuna, göngum yfir sömu göturnar og hittum sama fólkið og líf okkar verður eins og bíó mynd sem er föst á endurspilun og við hægt og hljóðlega verðum ónæm fyrir fegurðinni í kringum okkur og hættum að njóta allra þeirra góðu gjafa sem eru færðar í veg okkar á hverjum degi.

Í dag, taktu þér tíma til að staldra við og horfa og skynja hvað er í raun og veru í kringum þig. Opnaðu augun þín fyrir stærri sýn og veruleika.

endurspilun

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband