Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Allt þitt líf er í höndum þér!

Án skipulags og aga á göngu okkar um lífið þá munum við
að öllum líkindum missa marks.
Eina leiðin til draga það besta fram í lífi okkar og ná að fullna okkar skeið er að brjótast útúr lærðri hegðun eða mynstri sem hefur litað líf þitt.
Ávani eða lærð hegðun er hluti af mannlegu eðli. Þú getur annaðhvort tekið upp hegðunarmynstur sem færir þér Ljós eða þróað með þér ávana/hegðunmynstur sem mun færa myrkur í líf þitt.
Ef þér mistekst það að taka upp hegðunarmynstur sem færir þér Ljós í þitt daglega líf þá mun Egó þitt taka yfir og fylla það rými með óæskilegu hegðunarmynstri.
Stattu með sjálfum þér. Hvað óæskilegu ávana/hegðun (reykingar, tala illa um aðra, ofát o.s.f.) munt þú kjósa til að taka útúr lífi þínu og skipta fyrir uppbyggilegri hegðun ( leggja til fé, hugleiðsla, hjálparstarf o.s.f.)
Allt þitt líf er í höndum þér.

Arfleið

Ein mesta brellan sem neikvæða hliðin notar gegn okkur er að fá okkur til að fresta hlutum til morgundagsins, þrátt fyrir að við gætum svo auðveldega
klárað þá hluti strax.
Við áætlum að við höfum allan þann tíma sem við þurfum í heiminum, enn sannleikurinn er sá að við megum engann tíma missa.
Ekkert okkar veit hvenær okkar stund kemur til að yfirgefa þessa vídd,
þegar sú stund kemur þá er orðið of seint að ætla segja það sem þér lág á hjarta, eða breyta því sem þú vildir breyta eða fullnað allt það sem þér var ætlað að gera.
Ef dagurinn í dag væri sá síðasti sem þú ættir eftir á jörðinni, hvaða arfleið myndir þú vilja skilja eftir? Fyrir hvað yrði þín minnst?
Er þetta mynd sem þú ert sátt(ur) við?
Ef ekki þá er enn tími til að breyta því og það er enginn dagur eins og dagurinn í dag til að gera einmitt það.
Þín nýja mynd byrjar NÚNA!

Heildarmyndin

Í leit minni að hinum stóra sannleik hefur margt orðið á vegi mínum bæði fróðleikur sem hefur komið mér á óvart og umbreytt hugsun minni og hvernig ég horfi á hluti í dag, þetta gat bæði reynst erfitt enn líka gríðarlega frelsandi. Ég lærði það fljótt að það er nauðsynlegt að vera með opin huga og nálgast hluti eins og vísindamaður sem leitar að staðreyndum og leyfir sér að efast þar til að efanum er eitt með fullvissu. Það að efast sérstalega í hinu andlega svo sem trúarbrögðum hefur lengi þótt bannorð,en hugsið ykkur það ef ekki væru efasemdarmenn þá væri algjör stöðnun og því segi ég að við eigum að efast um allt og ef einhver segir við þig þetta er það eina rétta þá er gott að hafa góðráð kabbalista í huga sem fer á þessa leið Ekki trúa mér! Þú verður að sannfærast um allt, og sannfæring kemur með fullvissu sem þýðir í raun að ef ég geri þetta þá verður útkoman svona.
Það er mín sannfæring að ef manneskja hefur hungur og þyrstir í að vita meira um upprunna sinn og hvaða tilgangi það hefur að þjóna sem brot af stærri heildarmynd. Það er mín sannfæring að til að komast að öðlast æðri skilning þá er það okkur nauðsynlegt að horfa á allt sem eina heild, við erum spegilmynd af hvort öðru og allt sem við gerum bæði gott og slæmt hefur áhrif á heildina. Og það besta sem við getum gert er að læra leikreglurnar og framkvæma hluti meðvituð um hvaða áhrif okkar gjörðir koma til með að hafa, í raun þurfum við líka að leiðrétta það sem við höfum gert rangt áður, og koma þannig aftur á jafnvægi.

Vertu ábyrg(ur)

Ein stærsta grundvallarreglan í Kabbalah er sú að aldrei og þá meina ég aldrei leggja ábyrgðina eða kenna ytri atburðum eða öðru fólki um.
Ef Skaparinn er uppspretta alls þess sem er, þá verðum við að meðtaka þá staðreynd að allt í lífi okkar sé þá frá þeirri sömu uppsprettu.
Ef einhver kemur illa fram við þig, þá hefur þú tækifæri til að nýta þér það til vaxtar sem sál.
Sannleikurinn er sá að það verður alltaf einhver sem hægt er að heimfæra sökina á og við eigum jafnvel rétt á því eindrum og eins að gera það.
Enn þetta er spurningin um hvort þú viljir hafa rétt fyrir þér,
eða viltu vera hamingjusöm eða hamingjusamur?
Um leið og þú tekur upp þína andlegu ábyrgð á öllum sviðum lífs þíns,
þá stígur þú útúr hugarfari fornarlambsins um leið.
Þú verður skapari, tengdur við Ljósið.
Með þessum hætti líkjum við eftir Ljósinu og verðum eins og Ljósið.

Ekki láta blekkjast.

Ein elsta og öflugasta blekkingin sem andstæðingurinn notar gegn þér er sú að hann sannfærir þig um að þú eigir það skilið að fá allt upp í hendur þínar án þess að þurfa hafa nokkuð fyrir því. Nokkuð augljóst að honum hefur tekist nokkuð vel upp þar sem við lifum í heimi skyndilausna og oftar enn ekki köstum við ábyrgðinni við fyrsta tækifæri á einhvern annann enn okkur sjálf.

Þú munt aldrei upplifa langvarandi uppfyllingu með slíkum hætti, þvert á móti, uppfyllingin kemur þegar við yfirstígum hindranir,erfiðleika og áskoranir og öðlumst sigra sem enginn getur tekið frá okkur.

Enginn vill fá gullmedalíu og þann heiður sem slíku fylgir án þess að hafa keppt og unnið gegn þeim bestu.

Ekkert sem er einhvers virði kemur til okkar á silfurfati.
Þegar við yfirstígum hindranir og breytumst,
þá vinnum við okkur inn og fáum að njóta og upplifa hið Góða og Himneska Ljós.


Sýnum skilning og miskun.

Á okkar andlegu göngu þá er það markmið okkar að fjarlægja dóm og þjáningu úr andrúmsloftinu í stað þessa að auka við það.
Kabbalistar kenna það að þegar við leggjum okkur fram og erum stöðuglega vakandi yfir því að fjarlægja dóm og nota sérhvert tækifæri til að gera láta gott af okkur leiða, þá mun enginn dómur falla yfir þig.

Í dag, taktu eftir hversu oft þú dæmir fólk í kringum þig, bæði hvernig þú hugsar um viðkomandi og hvernig þú talar um hann þegar hann er ekki til staðar. Leggðu þig fram að vera miskunsamur og að sýna skilning og reyndu að setja þig í spor viðkomandi í stað þess að dæma kalt.

Og sjáðu til hversu mikið þú munt breytast til batnaðar og draga að þér blessanir þegar þú tekur á málum með þessum hætti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband