Þakklæti

Áður enn við getum dregið blessanir í líf okkar þá þurfum við fyrst að vekja upp með okkur þakklæti fyrir það sem við höfum nú þegar.

Þakklætið er kerið fyrir framtíðar blessanir.


Hugsum Lífið Uppá Nýtt!

Jólaauglysing

Hvor er nær skaparanum?

Við verðum að spyrja okkur, hvor er nær skaparanum?
Maðurinn sem biður bænir þrisvar á dag og fylgir boðorðunum?
Eða sá sem hefur farið af sporinu, sá sem hefur ef til vill gert eitthvað það versta sem hægt er að gera, hluti sem gerðu að verkum að hann taldi sig ekki getað komist aftur til baka, en samt segir hann einn dag, ég vil snúa til baka.

Munurinn á Ljósinu og okkur er sá þegar við biðjum Skaparann um fyrirgefningu þá standa dyrnar opnar okkur, en dyr okkar lokast oft, ef einhver særir okkur.


Að ætla sér að gera eitthvað er ekki framkvæmd.

Algeng mistök sem við gerum eru þau að við dæmum aðra eftir því sem þeir gera, enn okkur sjálf yfir því sem ætlum að gera.
Að ætla sér að gera eitthvað er ekki framkvæmd.
Okkar gjörðir og framkvæmdir er það sem ákvarðar hver við erum enn ekki það sem við stefnum á að gera.

Dagskráin 12-16 nóvember


Dagskrá nóv 12-16

Einmannaleiki vs Að vera einn.

Einmannaleiki og að vera einn eru tveir gjörsamlega aðskildir hlutir.
Að vera einn er okkur stundum nauðsynlegt, heilsusamlegt, eftirsóknarvert og jafnvel þakklætisvert.

Einmannaleiki er ekkert af þessu og mun aldrei verða.

Mótefnið sem virkar best gegn einmannaleika eru vinir.


Liðsheild

Sumt fólk mun aldrei verða hamingjusamt nema að það nái að skara fram úr í þeim tilgangi að verða betri enn náunginn til að öðlast virðingu.
Sannleikurinn er sá að Skaparinn sér til þess að slíkir aðilar munu aldrei skara fram úr, annars hefðu slíkir aðilar ekki tækifæri til að skipta um skoðun.

Við komum öll af sama grunni og erum í rauninni eitt, og verðum að muna að við spilum í sama liði og verðum að hugsa um liðsheildina til að sigra, lið með fullt af egóistum er lið sem mun tapa.


Fyrirlestur 8.nóvember

Fimmtudagskvöldi kl.20:00 verður fyrirlestur um Tiferet sem er hluti af kennsluseríunni um Tré Lífsins. Fyrirlesturinn er í Kabbalah Miðstöðinni Súðarvog 7, 104 Reykjavík

 www.kabbalah.is

kl

 


Kabbalah Tv



Efasemdir

Eitt af því sem Kabbalah kennir er eftirfarandi,
til að ná fullkomnri stjórn yfir lífi þínu þá verður þú að eignast fullvissu um það að Ljósið sé uppspretta alls þess sem er.
Fullvissu sem fær þig til að standa stöðugann, þrátt fyrir að vindar blási allt í kringum þig. Þá veistu að Ljósið er þarna mitt á meðal fyrir til hvetja þig áfram og til að stilla óveðrið sem kann að hverfa á brott jafn skjótt og það kom.

Þetta getur reynst okkur mjög erfitt þar sem við höfum tekið upp lærða hegðun sem segir okkur að við séum afleiðing enn ekki orsök.
Þegar efinn kemur og þyrlar upp rykinu í kringum þig, þá er hann kominn til að skora á þig.

Hér er einn lítill leyndardómur, notaðu efann þér til framdráttar, sem hvattningu til að efast um efann.
Þegar við lærum að efast um þær hindranir, efasemdir sem reyna að grípa athygli okkar þá lærum við um leið að ganga fram í fullvissu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband