Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hefur þú trú á sjálfum þér?

Samkvæmt bók dýrðarinnar The Zohar, þá er stærsta og hættulegasta orrustusvæðið í huga okkar.  Hver er óvinurinn?  Okkar eigin efi.  Efasemdir um peninga, efasemdir um hamingju, efasemdir um okkar eigin verðleika.

Stígðu fram og segðu þessum neikvæðu hugsunum stríð á hendur.  Þitt sterkasta vopn er skýr hugsun og skýr sýn, að vita með fullvissu að ef Ljósið hafði fyrir því að færa þig inní þennan heim, þá hlýtur þú að vera að gera eitthvað rétt.

hermaður
 


Hvað er það sem hindrar þína hamingju?

Algengasta örsökin er og verður líklega alltaf öfund.

Ertu upptekin(n) af því að þrá það sem aðrir hafa og eiga?  Hlutir sem þessir eru helsta ástæðan fyrir því að við færum athygli okkar frá því að vera þakklát fyrir alla þá dásamlegu hluti sem við eigum nú þegar, sem síðan endar með því að þú uppskerð tilfinningu skorts og ófullnægju.

Í dag, lærðu að vera þakklát(ur) með því að ímynda þér hvernig það yrði ef allt sem þú átt í dag yrði skyndilega tekið frá þér, t.d. vinirnir, hæfileikar, eiginleikar þínir.  Í hvert sinn sem þú finnur þörf fyrir að lýta öfundaraugum yfir þeim sem eru í sviðsljósi dagblaðana, eða yfir nýja flotta bílnum sem nágranninn var að fá sér, hvað sem það kann að vera sem fær þig til að fyllast öfund, taktu sjálfan þig þá taki og dragðu athygli þína aftur að þínu lífi, opnaðu augun og vaknaðu af svefni og líttu í kringum þig.  Hvað ef allt það sem þú hefur í kringum þig og þú átt væri skyndilega farið, hversu mikið myndir þú sakna þeirra og horfa á eftir því með eftirsjá?


Jákvætt fólk!

Rav AshlagRav Ashlag einn af meisturum Kabbalah og brautryðjandi fyrir því að opna þessa visku fyrir öllum, kenndi það að ef þú raðar í kringum þig fólk með stóra drauma og þrár fyrir vexti og breytingum þá mun Ljósið hjálpa þér að fara fram úr þinni eigin takmörkuðu þrá.  Til að dreyma stórt þarf að hugsa stórt og þá er gott að umgangast fólk sem er með stærri drauma en manns eigin því að þá munum við stækka okkar ker og drauma og fara fram úr okkar eigin væntingum.

Í dag er kjörin dagur til skoða hvaða fólk þú hefur raðað í kringum þig.  Er það að hjálpa þér að vaxa, eða er það að draga úr vexti þínum?  Hvað getur þú gert í því að hafa ávallt fólk í kringum þig sem er jákvætt og andlegt.
Jákvætt fólk


Vinur eða óvinur??

vinur eða óvinurAllir sem snerta okkar líf á einn eða annan hátt eru sendir til að hjálpa okkur í að leiðrétta okkar líf og færa okkur nær Ljósinu.  Jafnvel líka það fólk sem kann að hata okkur:  fyrrverandi maki, afbrýðissamur vinnufélagi, nágranninn sem býr fyrir neðan þig og gerir allt vitlaust, fyrrverandi vinir sem voru ekki sammála þér og þú lokaðir á þá í framhaldi.  Sérhver einstaklingur sem á leið inní okkar líf er þar til að vekja upp næsta svið sem við þurfum að takast á við í okkar leiðréttingar ferli. 

Það er ekki þar með sagt að við munum ekki bregðast við þessu fólki.  Við getum ekki alltaf boðið hina kinnina og brosað þegar einhver hefur löðrungað þig eða komið illa fram við þig.  En ef við horfum á stóru myndina og horfum á kringumstæðurnar úr fjarlægð, þá getum við séð að allir þeir sem eru í okkar lífi eru þarna til að kenna okkur.

 
Í dag, þegar þú átt við óþægilegt fólk - sérstaklega þá sem hafa bitið þig stórum bita - segðu þá í hljóði,"þakka þér fyrir."  Og minnstu þess að þau eru þarna til að hjálpa þér að opna nýjar dyr í þinni leiðréttingu.


waiting on a friend.

Þótt að ég hafi ávallt þótt Bítlarnir góðir þá er ég meiri Stones maður og í ljósi þess að í síðustu færslu setti ég bítlalag við færsluna þá verð ég að gæta jafnvægis og setja hér með Stones, njótið vel.


Allt sem til þarf er ást.

Af hverju reynist okkur svo erfitt að segja ég elska þig?  Þá er ég ekki að tala um elskhuga okkar, heldur við vini, foreldra, kennara.  Af hverju er svo erfitt að láta þessa fimm litlu stafi e-l-s-k-a hljóma úr okkar munni? 

Er það ekki dásamleg gjöf til að gefa einhverjum, ást og kærleik.  Hugsaðu um hversu vel þér líður þegar einhver segir, ég elska þig.  Oft á tíðum þá erum við að strögglast og þrjóskast við einhvern úr fjölskyldunni, eða erum kuldaleg við vin, það að segja ég elska þig er allt það sem til þarf til að fjarlægja það myrkur sem hefur sest yfir líkt og þoka.  Við deilum og þrætum og reynum að skilgreina hver hefur rétt eða rangt fyrir sér þegar eina sem til þarf er lítil hljómur ómi úr röddu þinni, ég elska þig!
 
Hvern elskar þú og metur mikils, en er samt hrædd(ur) að láta vita hvernig þér líður innanbrjóst?  Vertu djörf eða djarfur og láttu slag standa og segðu hvað þér finnst um viðkomandi.  Opnaðu huga þinn og hjarta og segðu með röddu þinni, ÉG ELSKA ÞIG!



Ekki vera feimin við að spyrja!

spurðuLjósið vill fá að vera hluti af lífi þínu að flæða inní líf þitt og fylla öll dökk skúmaskot af ljósi.  En það er einn hængur á, þú verður að bjóða ljósinu inn.  Það getur þú gert með því að óska eftir aðstoð.  Þú þarft ekki að vera sprenglærður kabbalisti til að eiga samskipti við Ljósið.  Ljósið stendur á sama hvort þú segir öll réttu orðin- allt sem þú þarft að gera er að leita Ljósins.

Við getum séð fyrir okkur ungabarn sem talar sín fyrstu orð til sinna foreldra.  Jafnvel þótt að barnið sé ekki búið að ná fullum tökum á talinu þá fyllast foreldrarnir stolti og gleði þegar barnið biður um eitthvað.  Mundu að Skaparinn skapaði okkur svo að við gætum lifað uppfylltu lífi.  Við verðum að byrja að taka eitt lítið barnaspor.

Í dag, tjáðu þig við Ljósið.  Segðu Ljósinu hvað þér liggur á hjarta, hvað sé að angra þig.  Talaðu út þinn hug og hjarta og óskaðu eftir táknum eða staðfestingum, og handleiðslu.  Lærðu að spyrja hvernig þú getur tekið þín fyrstu skref í því að meðtaka að ofan.


3D Dialogue: Kabbalah


Hvaða mynd er í framleiðslu hjá þér?

Allir þeir sem hafa tekið upp á því að stunda Kabbalah vita það að hugsanir okkar móta það sem við upplifum sem raunveruleika rétt eins og raunveruleikinn getur mótað okkar hugsanir.  Enn málið er að við erum miklu meira en áhorfendur að raunveruleikanum, við erum skaparar.

Það erum við sem erum framleiðendur og leikstjórar yfir okkar eigin mynd (lífi) þeirri sömu og þar sem við sjálf erum í aðalhlutverkinu.

Hvaða mynd er í framleiðslu hjá þér?  Ástarmynd?  Gamanmynd?  Dramamynd?  Hryllingsmynd?
 
Mundu þú ert leikstjórinn í þinni mynd.

þín mynd


Hvar býr Guð?

Eitt sinn spurði kennari nemendur sína, " Hvar býr Guð?"  Og nemendurnir svöruðu snögglega, " Guð býr allstaðar."  En kennarinn tók þeirra svar ekki gilt.  Og leiðrétti, " Guð býr hvar sem maðurinn hleypur honum að."

Hvar býr guð

Ljósið skapaði þig til að geta deilt með þér.  Í öðrum orðum, þú ert elskaður/elskuð.  Og allt sem þú þarft að gera er að opna dyr að hjarta þínu, hugsa um aðra og eiga við þá hluti sem kunna að vera óþægilegir.  Það er ekki raun of mikið til ætlast af okkur eða hvað?  Ég veit að það auðveldar sagt en gert en það er það besta sem við getum gert.

í dag, gefðu smá ást og hleyptu Ljósinu inn.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband