Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hvað leynist í kolli þínum?

Hvað er það sem leynist á bak við gjörðir þínar og viðmót?

Hvers eðlis er sú orka sem er á bak við það þú hugsar og gerir? 

Hver er kjarni hegðunar þinnar?

hugsa

Svarið er meðvitund, eins og í, hugsunum þínum og þrám, í þínu trúarlega kerfi - linsan sem þú sérð heiminn með.  Það sem gengur á í kolli þínum litar hvað þú gerir og hvernig þú gerir það.

Líttu þér nær í dag um leið og þú tekst á við dagsins amstur.  Taktu eftir hverju þú ert að hlaupa eftir og kannaðu hvort þú takir ekki eftir mismunandi meðvitund á bak við þeim hlutum.

 


Hvað viltu fá útúr lífinu?

Þú munt öðlast meira ef þú þráir meira.
 

Ég verð stundum undrandi á hversu smátt - hversu takmarkað okkar hugsun getur verið.  Þegar einhver spyr okkur, hvað er það sem þú vilt helst fá af því sem í boði er í alheiminum, þá er það oft svo að við nefnum aðeins litla hluti, bara þetta eða hitt. 

Við takmörkum okkur sjálf jafnvel án þess að gera okkur grein fyrir því!  Okkar eftirvænting og þrá er kerið eða móttakari fyrir Ljósið.  Lífið vill veita okkur allt sem við þráum, en við búum til svo lítil ker sem getur engan veginn meðtekið allt það sem er í boði fyrir okkur.

Hvað myndi gerast ef þú hættir að miða þig við einhver mörk fyrir gnægtir í þitt líf?

Ekki seinna en í dag er tíminn til að uppfæra í stærra ker til að meðtaka meira með því að játa fyrir sjálfum þér hvað veitir þér í raun sanna lífsfyllingu.  Settu saman lista á blað eða í huganum, (mæli með að setja það á blað) yfir allt það sem hugsanlega vilt sjá og fá inní þitt líf sem myndi færa þér fyllingu og öryggiskennd.

Hvað viltu fá útúr lífinu?

hvað viltu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband