Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Talaðu!

032507 

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú gengur inní sal fullan af fólki? 

Þú kannt að vera örlítið feimin(n), svo að þú lítur yfir salinn og reynir að finna kunnulegt andlit.

En þú finnur engan sem þú kannast við og þá gætir þú reynt að finna þægilegasta hornið þar sem litlar líkur eru á því að einhverjir taki eftir þér, þar sem sem oft á tíðum finnst þér betra að sitja ein(n) en að tala við ókunnuga. Samt sem áður, þá hugsanlega uppgötvar þú og gerir þér grein fyrir að þú ert í raun að fjötra sjálfa(n) þig með því að hegða þér á þennan hátt. Hvað veldur því að þú stígur útúr þeirri meðvitund að hugsa hvað get ég gert eða sagt til að bæta líf einhvers sem er hér inni núna? Ég veit að allir sem lesa þetta hafa einhverntíman verið bjargað frá því að stíga um borð í lestinna sem færir okkur í þunglyndisborg eða þaðan af verra þegar þú hefur verið ein(n) í slíkri stöðu með því að einhver sagði eitthvað fallegt við þig eða brosti til þín.


Mig langar að hvetja þig að bjarga eins mörgum og þú getur frá því að stíga um borð í þunglyndislestina með því að stíga út fyrir mörk þess svæðis sem þú þekkir og ert örugg(ur) í og segja eitthvað fallegt, brosa og gefa af okkur til þeirra sem kunna að vera í slíkri stöðu og talað var hér um áðan.


Þetta þýðir í raun að þegar þú ferð í vinnuna á morgun reyndu þá að finna eitthvað fallegt að segja við samstarfsfélaga, til dæmis, mikið lítur þú vel út, falleg föt sem þú ert í, þú stendur þig vel í vinnunni eitthvað sem hrósar og lætur öðrum líða betur með sjálft sig.

Og næst þegar þú ert í veislu eða samkvæmi og sérð einhvern standa einan eða eina útí horni labbaðu þá upp að þeim og brjóttu ísinn. Hafðu það ávalt í huga að lítið hrós og lítið bros getur skipt sköpum fyrir þann sem meðtekur það.

Smá gullmoli

 "Words come easy.  It's the intention of brightening another's life that requires effort."

 

 

Hugleiðing sem getur hjálpað ykkur til með þetta.

 40speaktherightwords 

I silence my ego. Push the mute button. Now I call upon the Light to speak on my behalf, on all occasions, so that my every word elevates my soul and all existence

Ljós & blessun

Sólargeislinn


Það er aldrei of seint.

 

52passion

 

 

 

Þú ert eflaust búin(n) að átta þig á að þú hefur sál og sú sál er eilíf. Og það er mín von að þú vitir að sál þín kom inní þennann heim með ákveðið verkefni til að leysa rétt eins og James Bond til samlíkinar. Við fengum kannski ekki flottann bíl og byssu líkt og 007, en þér er ætlað að gera ákveðna hluti í þessum heimi sem aðeins þú getur framkvæmt. Sumir kunna að kalla þetta köllun eða lífsverk sitt, en varist því það er til afl sem reynir ákaft að koma í veg fyrir að þú lifir þeim eða uppfyllir þína drauma.

Það er aldrei of seint, oft dynja yfir okkur okkar eigin takmörkuðu hugsanir og vantrú á okkur sjálfum sem heldur okkur föstum í sömu sporunum vegna þessa að við erum orðin of gömul eða við erum of ung, við erum ekki nógu menntuð eða við erum of brotin. Sannleikurinn er sá að sá sem stjórnar útsendingu á þessum hugsunum getum við kallað óvinurinn sem er í lífi okkar til að skapa ögrun og hindranir í líf okkar til að sigrast á. Þegar við finnum upp afsakanir fyrir því að vinna ekki í þeim hindrunum og því sem örgrar okkar frelsi og hamingju þá hefur óvinurinn skorað mark gegn okkur.

Gamal kínverskt máltæki talar um að langt ferðalag byrjar með einu skrefi.

Það er aldrei of seint að iðrast. Sá sami óvinur sem við ræddum um áðan fyllir okkur með stolti, hroka og jafnvel skömm til að hindra okkur í því að iðrast og biðjast fyrirgefningar þegar við höfum brotið á örðum. Ávöxturinn af þessu er sá að fólk einangrast og skilur eftir eyðu í lífi okkar og þar af leiðandi líka í alheiminn fyrir neikvæða orku að flæða inní heiminn.

Smá áskorun. Taktu upp símann, skrifaðu bréf eða hugleiddu þau orð sem eru efst á síðunni til að senda ljós inní líf þeirra sem eyða hefur myndast.

Það er aldrei of seint að fara á eftir draumi sínum. Sem foreldri þá fylgist ég með börnum mínum með augun full af lífi stöðuglega að leita eftir næsta fjöri, eitthvað til að takast á við eða gera eitthvað skemmtilegt. Og ég hugsa með sjálfum mér af hverju hef ég ekki þessa eftirvæntingu í lífi mínu líkt og börnin alla daga? Tökum ákvörðun að setja eftirvæntingu í það sem hefur orðið rútína. Kabbalistar kenna það að vonir okkar og draumar koma frá sálinni svo þegar við tengjumst við drauma okkar og gerum þá að veruleika þá erum við að opinbera meira ljós inní heiminn.

Ljós og blessun.


Samræður við Guð.

Langaði að deila með ykkur gullmola sem bróðir minn sendi á mig.
Kv. Hermann 
"Love is freedom. The two words are interchangeable. When you love someone you grant them total freedom to be, do, or have whatever they choose. This is true love: to allow each person to walk his path. 

Þetta er áhugaverður gæi

Þetta er maður sem missti allt bjó á götunni í um 1 ár.

Hann vill meina að hann hafi skrifað niður algjöri nauð Hvað þarf ég að gera til að láta líf mitt virka. Og var þessi spurning ætluð 
 til guðs eða æðri máttar þar sem hann vildi einfaldlega fá svar. Hann vaknaði síðar um nóttina við að honum fannst eins og hann þyrfti að skrifa eitthvað niður. . Það fyrsta sem hann skrifaði var ertu tilbúinn ertu viss um að þú um að þú viljir fá að heyra það sem ég hef að segja. Hann skrifaði síðar YOU GOT ME ALL WRONG. Eða eitthvað í þá áttina, Hann skrifað síðan 3 bækur í einu þar sem eiga að vera svör frá æðri mætti eða með þeim styrk sem fékk hann til að skrifa. Þar sem meðal annars er sagt þú ert ég og ég er þú. Elskaðu þig og þá munt þú elska mig.

Sterk orð. 

Rabbi Jesus

Fann hérna skemmtilegt viðtal við Bruce Chilton sem hefur eitt mörgum árum í að rannsaka ævi Jesú og skrifaði bókina Rabbi Jesus út frá þeirri rannsókn. Þarna varpar Bruce nýju ljósi á ævi Jesú og hvaðan hann kom og á hverju hans kenningar eru byggðar uppá. Í bókinni kemur meðal annars fram að Jesú hafi í raun verið Kabbalisti og byggt sín fræði og kennslu á þeirri visku, eins eru útskýringar sem varpa nýju ljósi á Jesú að hann hafi í raun ekki verið sá sem fólk telur hann vera.

Skemmtilegar pælingar

images

Smelltu hérna til að sjá viðtal


Frá óreiðu til frelsis.

Jæja þá er komið að því að þann 24 apríl verður nýr fræðslufundur á vegum www.kabbalah.is og verður haldinn í Gerðubergi menningarmiðstöð við Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík

Fundurinn hefst kl. 19:30

Ræðumaður verður Chagai Shouster sem hefur kennt kabbalah í yfir tólf ár og hefur meðal annars kennt við The Kabbalah Center í London þar sem Madonna og Mick Jagger iðka Kabbalah.

Ræðuefni verður: Frá óreiðu til frelsis.

Farið yfir hvernig þú getur nýtt þér Kabbalah til að ná fullkomnum árangri með líf þitt og að lífið þarf ekki að vera tilviljunarkennt, örlögin liggja í þínum höndum og þú ein(n) ert árbyrg.

Ég vil ítreka að Kabbalah er ekki trúarbrögð heldur viska og vísindi sem við getum nýtt til að skilja hvaða lögmál gilda í heiminum og fyrir sál mannsins.

Endilega látið sjá ykkur, nánari upplýsingar má finna á www.kabbalah.is

Ljós og blessun

Sólargeislinn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kominn heim úr sólinni.

Undirritaður var að koma til landsins eftir viku hátíð í Hollywood Florida þar sem um fjögur þúsund kabbalistar komu saman til að halda uppá pesach. Þetta var mögnuð upplifun og veitti manni enn betri skilning um hvað Kabbalah snýst í raun og veru og var magnað að sjá þann kærleik og tengls á milli allra þeirra sem þarna voru. Það er mín skoðun að Kabbalah er eitthvað sem heimurinn þarf á að halda þar sem sjálfselska og græðgi eru eitthvað sem fer vaxandi með degi hverjum og eins vilja menn fá svör án þess að einhver mati ofan í þá hvað sé rétt og hvað sé rangt fólk vill mynda sér eigin skoðun byggða á rökum og vísindum. Annars er alltaf gott að koma heim til Íslands þrátt fyrir að veðrið sé ekki eins draumur manns. Höldum áfram að láta gott af okkur leiða og njótum lífsins í leiðinni. 


Kveðja,
Hermann Ingi

 



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband