Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.

Dæmalaust hvað mannskepnan getur verið hugmyndarík og yndisleg og kemur manni sífellt á óvart og ég get ekki neitað því að bros fæddist fram hjá mér við lestur þessarar fréttar. Maðurinn er ávalt að reyna að kaupa sér styttri leið að sínum markmiðum og í raun hefur skapast heill iðnaður í kringum það þar sem fyrirtæki bjóða gervi lausnir, fólk sem er of þungt kaupir sér pillu sem virkar ekkert í staðinn fyrir að hunskast í líkamsrækt og þeir sem vantar fé eyða oft tímanum í svona vitleysu í staðinn, hann hefði betur nýtt tímann í að vinna í stað þess að eyða tíma í að fara yfir tíu tonn af pósti og ræna viðtökum af þeirri ánægju að fá póstinn sinn þó eflaust séu sumir sem söknuðu kannski ekkert að fá gluggapóst.

Það hefur yfirleitt sannast að það reynist betur að takast á við vandamálin af festu og gera sér markmið til að stefna að eins og fyrirsögnin segir " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd"

sibiu04 

 


mbl.is Með 10 tonn af pósti heima hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband