Hugsum lengra!

Í gegnum tíðina hafa íslendingar þurft að læra að vera mjög sveiganleg og dugleg þjóð í harðbýlu landi þar sem í mörg herrans ár var takmarkið eitt að komast af og það í sjálfu sér hefur mótað þann skemmtilega karakter þjóðarinnar sem má lýsa með þeim hætti , dugnaður, aðlögunarhæfni, sjálfstæði. En hin íslenska þjóð hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar og framfarir sem er farið að ýta okkur í þá átt að nauðsynlegt sé að mynda okkur framtíðarsýn eða að þora að hugsa lengra og móta okkar framtíð sem aldrei fyrr. Ísland er allt í einu orðin þjóð sem tekið er eftir og æ fleiri kjósa Ísland sem ákjósanlegan kost til að setjast að því er mikilvægt fyrir okkur að móta skýra stefnu og meðtaka það að við erum ekki lengur eyland heldur alþjóðlegt samfélag sem hefur ómetanlegt tækifæri að verða fyrirmyndarþjóð þar sem manneskjur búa við jafnrétti hvort sem þeir séu menn eða konur, hvítir,gulir,svartir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og alla þá litríku flóru sem mannkynið er. Ísland á að nota þetta einstaka tækifæri sem hefur skapast vegna þeirrar einangrunnar og smæðar þjóðar okkar þótt það sé nú að verða liðin tíð.

 

Ísland best í heimi!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband