100% athygli!

Þegar einhver er að deila einhverju með þér eða er að tala við þig, gefur þú þeim aðila 100% athylgi eða ertu að renna yfir í huganum yfir listann yfir alla þá hluti sem þú átt eftir að gera eða ert skyndilega komin(n) á sólarströnd langt í burtu?

Það er í mannlegu eðli þörf fyrir að deila með öðrum okkar innstu hugsanir og tilfinningar án þess að þurfa að óttast að vera hunsaður eða enn verra að verða dæmdur fyrir að tjá sig. Að vera viljugur að hlusta og leggja sig fram í því að vera með opin huga er stórkostleg gjöf til að gefa öðrum. 

Í samtölum, samskiptum þínum í dag leggðu þig þá fram í því að leggja við hlustir þegar einhver talar við þig. Ef þér finnst erfitt að bera kærleik til viðkomandi, ímyndaðu þér þá að þú sért að tala við einhvern úr þinni fortíð sem þú elskar og berð mikla virðingu fyrir. 

Hafið góða helgi og látið ljós ykkar skína inní líf annara.

ljós

Kveðja,
Sólargeislinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband