Hugurinn!

Hugurinn og börnin - hvað eiga þau sameiginlegt? Jú þau eiga það til að hlaupa frjáls um án leiðbeiningar.
Mörg okkar hafa enga stjórnun yfir hugsunum okkar, við leyfum huganum að vafra um fara fram og til baka og kalla fram hluti líkt og eftirsjá, reiði, áhyggjur, ótta eða aðra vanlíðan eftir vild. Það að aga hugann er kjarninn fyrir því að þroskast andlega, það kann að vera eitt af því erfiðasta sem við gerum því í eðli okkar erum við hrædd við breytingar.

Í dag, höldum hugsunum okkar í núinu. Og veljum vel hvað við leyfum huganum að dveljast við. Og þú hefur tekið skref í þá átt að taka stjórn yfir þinni hamingju.

Gömul speki segir.

Sá maður sem hefur ekki stjórn á huga sínum verður ávalt undir þann kominn sem hefur slíka stjórn.

hugsanir

Kveðja,

Sólargeislinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband