Vinsamlegast hættu að berja á sjálfum þér!

Vinsamlegast hættu að berja á sjálfum þér!

Á ferðalagi sálar okkar er eitt öruggt að við munum upplifa lífið bæði það góða og það slæma og hluti af þeirri upplifun er að gera mistök sem við svo lærum af og umbreytum svo í stökkpall sem færir okkur nær því marki að þróast og þroskast og að verða betri manneskja í dag en í gær. Þegar við gerum hluti sem særa aðra, þá upplifum við sársauka vegna þeirra mistaka, sem gerir okkur svo kleift að breytast og að gera ekki sömu mistökin aftur. Það er allt saman gott og blessað og maður bætir úr því sem miður fer en stundum í þeim ferli þá gleymum við stundum að fyrirgefa sjálfum okkur fyrir að gera mistök, það er enginn ástæða til að refsa sjálfum sér endalaust og sannfæra sjálfan sig um að maður sé versta manneskjan í heiminum, öðrum líður ekkert betur þó að þú sannfærir sjálfan þig um að þú eigir að þjást.

Í dag, æfðu þig í því að fyrirgefa, fyrirgefa sjálfum þér.

fyrirgefa

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kaleb Joshua

Umhverfið getur haft sterk áhrif það er rétt, en þá er bara að hafa áhrif á umhverfið og verða innblástur fyrir það til að breytast, um leið og við erum búinir að leiðrétta það sem í okkar hendi er þá höfum við okkar á hreinu þá hætta orð annara að hafa áhrif á þig og þegar þannig er komið þá sjá þeir fljótt að það er hálf tilganglaust að halda slíkri hegðun áfram.

Kaleb Joshua, 21.5.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er oft auðveldara að fyrirgefa öðrum en sjálfum sér, það tekur tíma að komast þangað að dæma hvorki sig né aðra, að fyrirgefa sér og öðrum, því í raun erum við eitt, og þegar við dæmum okkur dæmum við aðra...

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.5.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband