Hvað á ég að gera?

Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? 

Við erum stundum að fara á límingunum í leit okkar að svari við því vandamáli sem blasir við okkur, eða eigum við að segja að við fríkum út því að við höldum að það sé enginn lausn til á því vandamáli.

En það er eitt lögmál til í heiminum sem hljóðar svo: ef það er þörf til staðar, þá er uppfyllingin nú þegar til staðar. Sífellt og stöðuglega er til lausn fyrir öllum okkar vandamálum og sú lausn er innra með þér og mér. Það eru aðeins tvö atriði sem við þurfum að hafa í huga.

Skref eitt: Einblíndu á það jákvæða. Svarið er til staðar nú þegar. Allt byrjar í okkar meðvitund. Eitt helsta takmark andstæðingsins er að fá okkur til að efast um okkar meðvitund eða okkar innri rödd.

Skref tvö: Endurtakið skref eitt.

Fara á taugum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Hilmisson

Besta svarið við sektarkend, er vitneskjan um náðun, ekki satt.  ?   meðfædda sektarkend, hafa reyndar allir, og skynja það , mis kröftuglega síðar á lífsleiðinni. En Náðin er þegar  til staðar,  og þá er bara  eftir  að  fræðast um Náðina. og taka við henni, og lífa í henni, vitandi að einn er sá sem Elskar, meir en allt elskandi hér á Jörðu.  Nafn hans er Leindardómur, og vald hans er yfirgnæfandi yfir öllum konungum og öllum herradómi, frá upphafi vega og allt til enda veraldar.    Og  .   .  þegar NAFN hans er nefnt , þá nötrar Andaheimurinn.  og Þá líka munu fælast  myrkravöldin.   slíkur er mátturinn og valdið.  Nafnið merkir Guð er með okkur.       J E S U S   sjáum þetta. Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa. ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi. Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.  M h m. . .  

Högni Hilmisson, 5.7.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæll Högni! Skemmtilegar pælingar hjá þér en ég var meira að tala um hvernig fólk getur fyllst af ótta og vantrú á sjálfan sig og umhverfið og fer að einblína meira á vandamálið en lausnina, sá sami sköpunarkraftur og skóp heiminn býr innra með þér og það er í okkar hendi að skapa okkur það umhverfi sem við viljum búa við , en ekki að láta umhverfið, fólk eða guð aðlaga sig að okkur svo að okkur líði betur, við erum ábyrg og þegar við æxlum ábyrgðina þá er svarið og lausnin þegar tilbúin fyrir okkur.
Bið að heilsa útí eyjar bestu kveðjur,

Hermann

Kaleb Joshua, 5.7.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband