Hættu að ónáða mig!

ekki ónáða migEf við erum algjörlega hreinskilinn, erum við þá ekki öll sek af því að vera slæmir hlustendur?  Kabbalistarnir kenna okkur það að lífið snýst að miklu leiti um það að tengjast öðrum.  Hvernig getum við í raun elskað og skilið aðra þegar við gefum okkur aldrei tíma til að hlusta á hvað þeim liggur á hjarta?  Ef við stöðuglega klippum á fólk, þá erum við að hindra þau í að geta tengst við okkur og um leið farið á mis við mikið ljós og blessun sem þeim einstaklingi er ætlað að færa inní þitt líf.

 

Í dag, taktu þá einfaldlega eftir hversu erfitt það er að ónáða engan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hermann Ingi

Það er fátt sem þú segir sem ekki má taka undir á einn eða annan hátt. Ég hegg samt eftir því hvernig þú notar orðtakið "Kabbalistarnir kenna". Ég hélt að Kabbalisti væri sá sem aðhyllist Kabbala fræðin eða Kabbala trúna eins og þessi fornu fræði eru stundum nefnd nú til dags. Eru þetta einhver ákveðin hópur Kabbalista sem þú ert að vitna í?

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.1.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Blessaður Svanur!

Já þetta er góð ábending hjá þér, þegar ég segi kabbalistar kenna þá er ég að vitna í lærimeistara eins og Rabbi Shimon og Rav Ari, Rav Ashlag og fleiri sem hafa í gegnum tíðina verið miklir áhrifavaldar í þessari visku.

Kv. Hermann

Kaleb Joshua, 20.1.2008 kl. 04:30

3 identicon

Er þessi kabbalismi hugmyndafræði eða trú. Trúir þú á Guð Hermann? Eða er þetta einhver lífsspeki sem þú ert talsmaður fyrir - án trúar. Ég hélt að "kabbalismi" væri einhvers konar afbökuð trúarbrögð sem byggðu á einu og öðru - einhvers konar blandi í poka. Hvernig tengist kabbalismi - the Secret? Varðandi það að hlusta á fólk og tengjast þvi, jamm, það er nauðsynlegt og gott að gera það, svo fremi sem þú dregur ekki að þér lygi, myrkur og blekingar í stórum stíl og tengist einhverju sem er óhollt og eyðandi i sjálfu sér. Hægt er að setja hulu yfir öll ljós - eða fela þau í reykjarmekki þeirra sem bera með sér neikvæðni og lífsfyrirlitiningu undir yfirskyni einhvers annars. Það er stundum vandratað í þessum heimi Hermann og rétt að fara varlega í því að benda á ljós, því mörg eru villiljósin á veginum. Ég átta mig ekki á hvaða ljós þú ert að tala um - en eina sanna ljósið sem borið hefur verið í þessum heimi og lýsir enn þá er Jesús Kristur. Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:04

4 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Gugga!

Og takk fyrir að koma með þína sín á umræðuna.  Ef ég byrja á að svara þér hvað Kabbalah er, þá er best að lýsa kabbalah sem visku og vísindum og hefur ekkert að gera með trú, kabbalah útskýrir á mjög nákvæman hátt hver við erum, hvaða lögmál gilda í hinu andlega og fyrir sál mannsins til að vegna vel í lífinu og að verða eins og skaparinn, kabbalah á rætur sínar að rekja frá upphafi sköpun sálarinnar, og sem dæmi get ég nefnt þér mikla kabbalista sem mikið er stuðst við í þessum fræðum, menn eins og Abraham, Móses, Jesaja og meiri segja jesú byggði sína visku uppá fræðum kabbalah og í raun er kristinn trú og fleiri trúarbrögð afsprengi af þessari visku, þar sem menn taka ákveðinn sannleika og túlka á sinn eiginn hátt sem kristnir menn eiga örugglega heimsmet í : )  ég trúi á Guð en ekki þann guð sem kristinn trú kennir um.  Þú spyrð mig um hvað ég eigi við með ljós,  ljós er þegar við kjósum að vera eins og skaparinn að stíga útfrá okkar sjálfi og stuðla að því að sameina sálir heimsins í kærleik og einingu.  Það gleður mig mikið að þú hafir fundið þitt ljós í jesú og það er hið besta mál en ég segi á móti að þú ættir líka að fara varlega í það hvað ljós sé hið rétta án þess að skoða málið til hlítar og mynda þína eigin skoðun á því byggða á rökum og þekkingu en ekki á blindri trú.

Með virðingu.
Hermann Ingi

Kaleb Joshua, 21.1.2008 kl. 20:46

5 identicon

Takk fyrir svarið Hermann. Andleg fræði eru andleg fræði - og þurfa ekki endilega að vera komin frá Guði eða skapara okkar. Í hinum andlega heimi takast á öfl góðs og ills alveg eins og hér. Það er bara einn Guð og það er skapari okkar, sem klæddist holdi og gekk meðal okkar sem Jesú Kristur, hið sanna ljós, kærleikurinn og sannleikurinn. Hvernig má það þá vera, ef það er satt og rétt, að það sé líka annar sannleikur sem byggist á öðru ljósi? Og er kanski annar Guð eða annar skapari? Eða var Jesú lygari? Þú segir Jesú, Jesaja, Móse og Abraham hafa þekkt þessa visku. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt eða lesið að þeir hafi talað um þekkingu og rök sem foresendu þess að trúa á Guð. Trúin er heimska þeim sem ekki trúir. Vegna þess að trúin er fullvissa um það sem ekki er hægt að sjá. Það eru margar leiðir til að tengjast andlegum víddum og það eru mörg villuljós á veginum, sérstaklega þau sem byggja á skynsemi og rökum. Maðurinn gekk í dauðann í upphafi þegar hann valdi með sínum frjálsa vilja skynsemina og tók hana fram yfir Guð. Allar götur síðan höfum við verið aðskilinn frá Guði og þurft að velja það að ganga hans veg. Öll höfum við tækifæri til að ganga þann veg. En það er svo miklu auðveldara að nota skynsemi, rök og þekkingu og trúa og ganga glötunarveginn í blindini - borinn áfram af allskonar gylliboðum úr heimi mannanna og hinum andlega heimi illskunnar. Tilgangur lífs okkar er að líkjast Guði, skapara okkar, og sinna því hlutverki okkar að líkjast honum meir - fyrirmynd okkar Jesú Kristur - sem er ljósið, kærleikurinn og sannleikurinn. Það eru margir skapararnir í þessum heimi - peningaskaparar - heilsuskaparar - vísindaskaparar - allt heimslegir skaparar. Launin eru ekki uppskorinn hér á jörðinni. E-mailið hans Svans Gísla að handann er fullt af innsæi um afleiðingar þess að vera sinn eigin skapari - sinn eigin Guð hér á jörðinni. Farísearnir voru stútfullir af þekkingu, skynsemi og rökum en misstu samt af frelsara sínum. Ég held ég velji frekar blinda trú á Guð - en þá freistingu að rembast við að verða minni eigin skapari. Ef aftur á móti ef ég geng þann veg sem Guð hefur ætlað mér - mun ég ef til vill geta tekið örlítinn þátt í því að halda ljósi Jesú á lofti í heiminum sem lýsir okkur þann veg sem okkur er ætlað að ganga.

Gugga (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Gugga!

Þetta var akkúrat það svar sem ég mátti vænta frá þér, kristnir eru frekar fyrirsjáanlegir þar sem þeir neita að skoða staðreyndir og kjósa að byggja allt sitt í einni vídd,  en það fyndna er að ef að menn hafa fyrir því að gera smá rannsóknarvinnu þá kemur ýmislegt á yfirborðið sem passar ekki inní myndina.  Þú dregur í efa að Jesú, Móses, Abraham og Jesaja hafi verið kabbalistar sýnir mér enn og aftur að þú hefur ekki unnið þína heimavinnu og byggir þitt álit á því sem þér hefur verið sagt í þinni kirkju, ég hvet þig að skoða málið og þá muntu þú fljótt sjá að t.d Abraham og Móses skrifuðu fyrstu kabbalah bækurnar, og sem dæmi er Torah eða Mósebækurnar mjög mikilvægar í kabbalah.

Ein fyrsta og mikilvægasta reglan í kabbalah er þessi: Ekki trúa mér, allt verður að sannreyna og þá gengur þú út í fullvissu.

Fullvissa er allt annað en trú þar sem þú leggur traust þitt á eitthvað sem þú veist ekki útkomuna á og eins hindrar þig í því að þroskast og þróast.

Ég virði þína skoðun Gugga og það er gott ef þú finnur þig í því sem þú ert að gera, en ég vil samt sem áður hvetja þig að fara varlega í það staðhæfa um hluti án þess að vera búinn að fullvissa þig um hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvernig veistu hvað sé rétt og hvað sé rangt án þess að vera búinn að sannreyna það?

Með virðingu,
Herman

Kaleb Joshua, 25.1.2008 kl. 08:50

7 identicon

Orð Guðs kennir mér hvað er rétt og hvað er rangt. Meðal annars er margt af því að finna í Mósebókunum. Ég sannreyni það í egini lífi. Og veit af eigin reynslu að það er ekki bara ein vídd, heldur margar víddir. Og við erum misjafnlega fær um að skynja tilvist okkar í þeim öllum. Guð skapaði manninn í sinni mynd og ætlaði honum að tala fram sköpun á sama hátt og Guð talaði fram sköpun. Maðurin gaf upp fæðingarrétt sinn, eilíft líf, og eignaðist í stað dauðann, þ.e. andlegan dauða en möguleikann á að öðlast þekkingu og nota skynsemi. Við þurfum því að velja Guð og eignast hlutdeild í andlegu lífi - innblásið af heilögum anda. Eða lifa jarðnesku skynsemislífi - sem rekið er áfram af alls konar gylliboðum af markaðstorgum villuljósa og andlegrar visku sem ekki er frá skapara okkar komin. Ég er ekki að tala um að þekkingin og skynsemin leiði okkur í glötun - hún gerir það samt ef við ekki tökum á móti Jesú Kristi og viðurkennum hans sem Drottin. Þannig eignumst við hlutdeild í heilögum anda og endurheimtum fæðingarrétt okkar. Engin verk hversu góð og falleg sem þau eru, engar hugsanir hversu jákvæðar og uppbyggjandi þær eru engin leyndarmála sköpun, þar sem við setjum okkur í skaparsætið megnar að færa okkur hið eilífa líf. Eingöngu viðurkenningin á því hver Guð er, hvað hann gerði fyrir okkur og valið að ganga þann veg sem hann hefur lagt fyrir okkur megnar það. Ég hef í gegn um tíðna sannreynt alla þessa viskubrunna sem hafa orðið á vegi mínum og hljómað svipað og þessi fræði sem þú talar fyrir. Og margir eru fræðimennirnir sem enduróma þennan boðskap í heimi mannanna. Vegurinn er ekki beinn og breiður. Sannleikurinn býr ekki innra með okkur fyrr en við höfum eignast þetta leyndarmál sem er að taka á móti hinu eina sanna ljósi. Jesú Kristi. Og sannreyna að hann lifir enn í dag. Hann var, er og verður. Engin skynsemi, rök eða viska, sama úr hvaða fræðum hrekur þau sannindi. Auðvitað er gott að lifa svona viskulegu lífi, hugsa fallega og láta gott af sér leiða. En það er ekkert á við það að gera það eftir að þú hefur boðið Jesú Krist velkomin inn í líf þitt - og tekið á móti honum sem frelsara þínum. Þá fyrst öðlumst við raunverulegan sannleika á því um hvað þessi fræði og viska sannarlega snúast. Við tökum aldrei sköpunarvaldið frá Guði, en getum fært okkur fram til að gera hans vilja. Ekki okkur sjálfum til góða heldur Guði til dýrðar. Eini tilgangurinn okkar er að elska Guð, þekkja og tilbiðja. ÉG er sem sagt ekki að tala gegn viskunni þinni og skynseminni, bara að segja þér að víddin sem kemur með TRÚ setur hana í algjörlega nýtt samhengi og þá fyrst verður sannleikurinn ljos og munurinn á réttu og röngu skýr. ÉG er ekki að tala gegn þessum fræðum. Þau eru bara dauð án trúar.

Gugga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 20:43

8 Smámynd: Kaleb Joshua

 Elsku Gugga!

Kabbalh er mun eldra en kristinn trú og er fætt af gyðingum, og eins og ég sagði ef þú hefur fyrir því að skoða hlutina sjálf og meta þá út frá staðreyndum þá muntu uppgötva margt sem mun setja þig frjálsa.

Kaleb Joshua, 25.1.2008 kl. 21:03

9 Smámynd: Kaleb Joshua

Hvet þig að lesa handrit Enochs sem mikið er vitnað í biblíunni, ef þú lest þá bók þá munt þú sjá margir af höfundum handrita biblíunnar hafa fengið margt að láni þaðan.

Virðingarfyllst

Hermann

Kaleb Joshua, 25.1.2008 kl. 21:07

10 identicon

Kristin trú er tímatalslega yngri en Gyðingdómur. Trúin sú sama og orð Guðs það sama - nema Gyðingar misstu af komu Messíasar. Kristin trú er fædd af Guði og það er Gyðingdómur líka. Ef Kabbalismi er fæddur af Gyðingm þá ertu búinn að staðfesta það sem ég sagði áðan. Viska og fræði, fædd af manninum, þegar maðurinn ætlar sér í hroka sínum að sjá lengra en Guð og hafa jafnvel vit fyrir honum. Það er takmarkandi að horfa á heiminn út frá eingöngu skynsemi og visku. Með því gleymist hinn raunverulegi tilgangur lífsins. Ef eingöngu er byggt á visku - þá hlýst af dauði. Hið eilífa líf er fólgið í því að elska Guð. Svo einfalt er það. Farísearnir voru of uppfullir af þekkingu á fræðunum (kabbalistar trúlega) að þeir misstu af því sem Guð var að gera - það var ekki nógu skynsamlegt. Þetta er það sem ég er að reyna að segja - og þú skilur ekki. Sama hversu margar bækur þú lest. Ég var búin að lesa, lesa og lesa, læra, læra og læra. Áður en ég skildi þennan einfalda sannleika - og þá fyrst öðlaðist hann raunverulegt gildi. Á eftir að lesa bók Enóks, hún er á dagskrá hjá mér. Ég mun örugglega öðlast annan skilning og fá ólíka opinberun af lestur hennar, en þú. Orð Guðs verður aldrei skilið á vitsmunalegan, huglegan eða skynsaman hátt. Það verður að opinberast - og án trúar gerist það ekki. Og eins og þú bentir áður í þínum skrifum á. Við tökum það úr orðinu sem okkur er ætlað. Við erum í áætlun Guðs. Hvort sem okkur líkar betur eða ver. Spurningin er bara í hvaða liði við erum. Guð einn veit það. Guð verið með þér og blessi.

Gugga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Gugga!

Kabbalah er ekki sama og gyðingatrú og ég skil vel hvað þú ert að segja, þekki vel til kristinnar trúar, en þú miðar allt útfrá er það að Jesús sé messías,  ef það er rétt þá kom hann til að uppfylla lögmálið en ekki brjóta það, það kemur mjög skýrt fram í biblíunni hvaða skilyrði hann þarf að fylla og ef þú skoðar það þá kemstu fljótt að Jesú uppfyllti ekki þau skilyrði. Þar liggur munurinn á þér og mér, fyrir þér er Jesús messías en fyrir mér var hann helgur maður.

Með fullri virðingu og vinsemd.

Kv. Hermann

Kaleb Joshua, 26.1.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband