Hin bönnuðu handrit biblíunnar!

I gegnum tíðina hafa margir velt fyrir sér afhverju þau handrit sem í biblíunni eru voru valin og afhverju voru mörg mikilvæg trúarhandrit hafnað.  Hver var það sem ákvað hvaða handrit voru þau réttu og hver voru röng. Slíkar umræður hafa reglulega komið upp þegar nefndir og ráð eru að velja hvað sé rétt og hvað sé rangt fyrir fólkið og nýlega komu upp deilur um nýja þýðingu á biblíunni þar sem sumir segja frábært en aðrir guðlast. Langaði að setja hérna fram heimildarmynd sem veitir skemmtilega sýn á afhverju mörg miklvæg trúarleghandrit var hafnað af ráði Constantine keisara sem var heiðinn rómarkeisari sem valdi biskupa eða trúarleiðtoga síns tíma til að ákveða hvað væri af guði og hvað ekki og velja þau handrit sem við þekkjum sem biblían í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

ok, hvar er myndbandi ???

Lárus Gabríel Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Sigurgeir Þór Hreggviðsson

Vantar ekki video ið?

Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 26.1.2008 kl. 02:53

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Það er víst betra að hafa það með

Kaleb Joshua, 26.1.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

áhugavert

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Þetta var skemmtilegt og fróðlegt myndband.  Takk fyrir.....En,,,,,,,, Ein Sof....

Margrét Guðjónsdóttir, 26.1.2008 kl. 20:45

6 identicon

Sæll Hermann, þetta var vel gert myndband og góð umfjölun um tilurð þeirrar bókar sem við köllum Biblíuna í dag. Við getum væntanlega verið sammála um það að það sem stendur upp úr þessari umfjöllun er að þeir sem völdu ritin saman í þá Biblíu sem við þekkjum sem hið lifandi orð Guðs, hafa gert það með mikilli nákvæmni, vonandi undir handleiðslu Guðs og hafa lagt sig fram um að setja einungis það inn sem þeir töldu hafa trúverðuleika um uppruna sem krafist var. Jafnframt hafa þeir greinilega hafnað "góðum" ritum sem rugluðu sögulegt samhengi og mikilvægi atburða. Alt sem í þessum ritum kemur fram er að finna í Biblíunni eins og við þekkjum hana - það sem var skilið út undan hefði ekki gefið trúnni á Guð og Jesú neitt sem hún ekki hefur. Ég trúi því að Guð viti alveg hvað hann er að gera og ég bæti engu við það. Ég get bara trúað. Ég skoðaði Kabbala myndböndin þín og sé þar ekkert sem ekki samræmist trú minni á Guð og því að Jesú sé Drottin. Ég kannast ekkert við þann trúarskilning sem settur er fram í þeirri umfjöllun - að ég búist við að Guð komi misjafnlega fram við mig. Ég veit að með þvi að leita Guðs, styrkja vitundarsamband mitt og vináttusamband við Jesú, setja hann og vilja hans í fyrsta sæti og mig til hliðar, með bænaiðkun, lofgjörð, lestur og hugleiðslu orðsins og daglegri famgöngu í dýrð Guðs og kærleika, umbreytist ég smám saman og kemst nær Guði og uppfylli þannig tilgang lífs míns. Þegar ég haltra blinduð af gylliboðum lífsins, alls konar villiljósum og læt þau draga mig frá tilgangi mínum fjarlægist ég Guð. Guð er óumbreytanlegur, í mér verður umbreytingin og við breytumst hvert og eitt, smátt og smátt. Leiðsögnin í Biblíuni er svo klár og skýr að við hana þarf engu að bæta. Ég þarf ekki Kabbala túlkun til að átta mig á því að Mósebækurnar sem og Bilían öll er Orð Guðs - og hún hefur merkingu í lögum og sem opinberast okkur þannig. En ég þurfti að taka á móti Jesú inn í líf mitt til að eignast þessa opinberun. Fram að því hafði ég lesið Biblíuna og skilið hana sem orð og visku Guðs. En eftir að ég eignaðist lifandi trú, lifnuðu orð Biblíunnar og öðluðust dýpri merkingu, töluðu til mín á nýjan hátt. Þessa reynslu er ekki hægt að útskýra hana verður hver og einn að velja að fá að upplifa. Þannig var það sett af Guði og þannig verður það. Margt hefur aflaga farið í meðferð mannanna á texta Biblíunnar og í þýðingum en það breytir engu um það að Guð er algjörlega fær um að opinbera okkur sannleika sinn, hverju og einu, sækjumst við eftir því. Gyðingar fyrir Krist hafa þurft á Kabbalistum að halda til að skýra Orð Guðs, því þeir höfðu ekki aðgang að heilögum anda og opinberunum hans. En fyrir heilagan anda sem úthellt var yfir mannkyn eftir upprisu Jesú eignuðumst við öll aðgang að þessari leið með beinu vitundarsambandi við Guð í gegnum Jesú Krist og fyrir heilagan anda.  Guð opinberar sig í orði sínu. Við höfum öll sama rétt til að taka á móti Jesú og öðlast opinberun á því sem Guð hefur ætlað okkur. Eitt af því sem var áberandi í þessari umfjöllun, var umfjöllun um ljósið, ljós morgunsins, fallni ljósengillinn, - blekkingameistarinn mikli sem er höfðingi þessa heims. Það villti Evu sýn í tvígang - og varð til þess að mannkynið féll í synd og hefur villt okkur sýn á síðan. Hvernig getur þú bent á ljósið - og verið viss um að þú sért að benda manninum á hið sanna ljós Guðs en ekki þetta villuljós sem hefur dregið okkur afvega alla tíð? Ef þú trúir ekki á Jesú á hvað trúir þú þá? Hvaða ljós er þetta sem þú ert að tala um? Og hver er þessi Guð ljóssins - er hann kanski blekkingameistari allra tíma - sá sem blekkti Evu forðum? kv. Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband