Ekki vera feimin við að spyrja!

spurðuLjósið vill fá að vera hluti af lífi þínu að flæða inní líf þitt og fylla öll dökk skúmaskot af ljósi.  En það er einn hængur á, þú verður að bjóða ljósinu inn.  Það getur þú gert með því að óska eftir aðstoð.  Þú þarft ekki að vera sprenglærður kabbalisti til að eiga samskipti við Ljósið.  Ljósið stendur á sama hvort þú segir öll réttu orðin- allt sem þú þarft að gera er að leita Ljósins.

Við getum séð fyrir okkur ungabarn sem talar sín fyrstu orð til sinna foreldra.  Jafnvel þótt að barnið sé ekki búið að ná fullum tökum á talinu þá fyllast foreldrarnir stolti og gleði þegar barnið biður um eitthvað.  Mundu að Skaparinn skapaði okkur svo að við gætum lifað uppfylltu lífi.  Við verðum að byrja að taka eitt lítið barnaspor.

Í dag, tjáðu þig við Ljósið.  Segðu Ljósinu hvað þér liggur á hjarta, hvað sé að angra þig.  Talaðu út þinn hug og hjarta og óskaðu eftir táknum eða staðfestingum, og handleiðslu.  Lærðu að spyrja hvernig þú getur tekið þín fyrstu skref í því að meðtaka að ofan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kveðja frá lejre og Bless í bili

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk Steina fyrir kveðjuna og innlitið og ég sendi þér og þinni fjölskyldu ljós og blessun.

Með bestu kveðju,
Hermann

Kaleb Joshua, 16.2.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband