Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð?

Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð? 

FPF631~Adam-and-Eve-Posters

Var það útaf eplinu sem þau átu? Nei. The Zohar (bók dýrðarinnar) sem er yfir 2000 ára gömul rit Kabbalista talar um hina raunverulegu synd Adams, sem var sú að hann hætti að trúa því að hann væri verðugur til að vera þarna áfram.

Kjarninn er sá að okkur er heimilt að gera mistök.  Öll okkar.  Til er vinsæl tilvitnun sem fer á þessa leið, englarnir eru á himnum.  Við erum hér á jörðinni fyrir þá
ástæðu að falla og læra að komast aftur upp.
En þegar syndir okkar eða réttara væri að segja mistök okkar láta okkur finnast óverðug, eða vanmáttug þá er það hin raunverulega synd.
 
Í dag skaltu bera höfuð þitt hátt og lyftu þér upp úr lægðinni uppá hærra svið en þó ekki svo hátt að þú náir ekki til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ertu viss um að bókin heiti "The Zohar"?

Er "The" hlutinn ekki enskur greinir - sem ekkert hefur með Zohar í sjálfu sér að gera?  Er titillinn ekki einfaldlega "Zohar" ?

Var bara svona að velta þessu fyrir mér

Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Góð ábending, en mig grunar að Kabbalistar hafa haft þennan háttinn á til að undirstrika virðingu sína fyrir ritunum.  En annars er þetta alveg rétt hjá þér ritin heita Zohar.

Bestu kveðjur,

Hermann Ingi

Kaleb Joshua, 5.10.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband