Ekki kosið á Suðurnesjum

Ég verð að taka í sama streng og Árni varðandi kosningu um hugsanlegt álver í Helguvík, Þrátt fyrir þá vakningu hjá íslensku þjóðinni fyrir umhverfisvernd sem er þörf og góð þá er samt alltaf best að hafa hlutina í jafnvægi og meta hvert tilvik fyrir sig. Ég veit það vel að okkur er skylt að ganga vel um náttúruna og virða hana, en við meigum ekki taka þá ákvörðun fyrirfram að náttúran sé mikilvægari en fólk. Í þessu tilviki þá yrði álverið ekki nærri byggð og ekki eins og allir íslendingar séu að flykkjast til Helguvíkur til að njóta náttúrunnar. 

Í dag er mikill stuðningur við að álver rísi í Helguvík og er í raun mjög mikilvægt og æskilegt að fá slíkt fyrirtæki á svæðið til að fylla uppí þau göt sem herinn skyldi eftir þegar hann fór, eins myndi slík starfsemi renna sterkari stoðum undir atvinnulífið á Suðurnesjum bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  

 

 

 


mbl.is Ekki kosið á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að athuga að helsta raskið verður vegna orkuöflunar, þ.e.a.s vegna virkjana á suðurnesjum, sem rýrir útivistargildi á Reykjanesskaganum til muna.

sasudurnesjum.blog.is 

Elvar Geir (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband