Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.

Það hryggir mig ávallt þegar menn sem koma fram í nafni Drottins og misnota traust fólks og skilja eftir sig sviðna jörð og gera jafnvel meira tjón en gott og verða þess valdandi að skapa vantraust gangvart þeim sem starfa af heilindum, enn þetta er ekkert nýtt að menn misnoti nafn Drottins bæði nú og áður þess vegna skal hafa í huga gott ráð sem Jesús gaf í Lúkasarguðspjalli 7:15-20

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.

Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?

þanning ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda.

Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu.

Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.

Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Ég vona að þessi harmleikur verði til þess að eftirlit og reglugerð verði gerð skilvirkari og að menn geti ekki starfað með þessum hætti á kostnað skattgreiðanda og ég vil minna á að sannleikurinn útlifir ávallt lygina og það kemur ávallt í ljós hvort ávöxturinn sé góður eða slæmur.


mbl.is Stjórnarformaður Byrgisins segist fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Ég sem kristin manneskja skil hvað þú ert að segja. Ég sé þetta líka sem vissa hreinsun, að Guð láti ekki syndina endalaust viðgangast þó alltaf sé pláss fyrir náðina og miskunnina. Þetta er þörf lexía fyrir okkur öll.

Birna M, 16.1.2007 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband