Nornaveiðar enn á ný?
24.1.2007 | 15:23
Mannskepnan ætlar víst aldrei að læra af reynslunni! Nornaveiðar á 21 öldinni hvernig má það vera ég hélt að nornaveiðar hafi dáið með svörtu öldinni. Samkvæmt fréttinni voru þessar konur valdar að slysi með galdri, það virðist vera að það ríki í Nýju Gíneu réttarkerfi og múæsingur eins og var á svörtu öldinni og maður hélt að mannkynið hafi lært af þeim hörmungum. Hvort sem þessar konur eru sakar um þennan glæp eða ekki þá finnst mér að þær hefðu átt rétt á réttarhöldum og fengið tækifæri til að verja sig. En það virðist að þessi þjóð sé illa upplýst og furðulegt réttarkerfi sé til staðar. Mér finnst að siðmenntaðar þjóðir eiga að fordæma slíka meðferð á fólki og hvetja slíkar þjóðir að nota mannúðlegri aðferðir til að dæma og refsa sínum föngum.
Fjórar meintar nornir pyntaðar og myrtar í Papúa Nýju-Gíneu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já svona eins galdrafárið í kringum Bónusfeðga!
Jón Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:03
nákvæmlega
Kaleb Joshua, 24.1.2007 kl. 18:09
Jedúddamía, ég hélt þetta væri búið. Ojbara.
Birna M, 28.1.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.