Draumar rætast!
26.7.2010 | 23:23
Ástæðan að við finnum okkur stundum föst í sömu sporunum er vegna þess að við óskum eftir svo litlu. Þegar við eldumst þá verðum við varkár og förum alltaf öruggustu leiðina. Við gleymum að láta okkur dreyma.
Manneskja er ekki manneskja ef hún á sér ekki drauma. Það er einmitt það sem gerir okkur frábrugðin. Láta dýrin sér dreyma um eignast fallegt hús, eða hitta sálufélaga sinn eða færa ljós inní heiminn?
Í dag, ímyndaðu þér að þú hafir töfrasprota sem lætur óskir þínar rætast, hvað er það sem þú þráir. Sjáðu það fyrir þér, upplifðu það og leyfðu því að gerast. Gerðu þrár þínar kunnar. Draumar þeir rætast. Ég sé það á hverjum degi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.