Frábært framtak!

Frábært framtak eyjamenn og ég styð ykkur heilshugar í ykkar baráttu og eyjahjarta mitt slær hraðar þegar maður sér samhug eyjamanna. það er löngu orðið tímabært að ríkið jafni út þann ójöfnuð sem eyjamenn hafa þurft að búa við í samgöngu málum og það er mikilvægt að fá framtíðar úrlausn í þeim málum bæði fyrir eyjamenn og aðra sem vilja njóta alls þess sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Nú kann einhver að segja að þeir sem kjósa að búa við slíkar aðstæður að það sé þeirra mál og af hverju á að setja peninga útá landbyggðina meðan meiri hluti þjóðarinnar býr á höfuðborgasvæðinu, við þá vil ég segja að það er mikil þröngsýni að hugsa með slíkum hætti við erum ein þjóð en ekki höfuðuborgarsvæðið vs. landsbyggðin og því má heldur ekki gleyma að landsbyggðin og þar á meðal Vestmannaeyjar skaffaði stóran hlut af tekjum þjóðarinnar áður fyrr þó svo að áheyrslur hafa breyst í dag. Það er enginn lausn í því að allir flytji á höfuðborgarsvæðið þjóð okkar yrði mun fátækari og litlausari fyrir vikið. það er mín skoðun að það sé skylda þjóðarinnar að allir íslendingar búi við jafnræði í samgöngumálum.

 

  419955B


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn gjaldskrárhækkun Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband