Brjóttu upp mynstrið!

Hvað er það helsta sem aðskilur manninn frá dýrunum? Frjáls vilji!
Sjáðu fyrir þér tignarlegt ljón sem hleypur um skóga afríku eltandi upp antilópur til að veiða og éta. Heldur þú að ljónið myndi staldra við og fá móral þegar það sér auðmjúk augu antilópunar? Nei að sjálfsögðu ekki, þetta er matur í maga í huga ljónsins.

Mannskepnan hefur aftur á móti þann eiginleika að geta staldrað við og myndað sér sína eigin skoðun og tekið ákvörðun útfrá því.

Þú hefur einstakt tækifæri á hverjum degi til að virkja þinn frjálsa vilja.

Hugsaðu áður enn þú framkvæmir af gömlum vana eða svokölluðu normi, ögraðu sjálfum þér til að spyrja og að fá svör við því sem þér brennur á hjarta og brjóttu upp norm annara sem þú hefur tekið að þér og er ekki endilega það rétta fyrir þína sannfæringu . 

gulrot.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband