Sýnum skilning og miskun.
17.10.2012 | 23:01
Á okkar andlegu göngu þá er það markmið okkar að fjarlægja dóm og þjáningu úr andrúmsloftinu í stað þessa að auka við það.
Kabbalistar kenna það að þegar við leggjum okkur fram og erum stöðuglega vakandi yfir því að fjarlægja dóm og nota sérhvert tækifæri til að gera láta gott af okkur leiða, þá mun enginn dómur falla yfir þig.
Í dag, taktu eftir hversu oft þú dæmir fólk í kringum þig, bæði hvernig þú hugsar um viðkomandi og hvernig þú talar um hann þegar hann er ekki til staðar. Leggðu þig fram að vera miskunsamur og að sýna skilning og reyndu að setja þig í spor viðkomandi í stað þess að dæma kalt.
Og sjáðu til hversu mikið þú munt breytast til batnaðar og draga að þér blessanir þegar þú tekur á málum með þessum hætti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.