Ekki láta blekkjast.
17.10.2012 | 23:24
Ein elsta og öflugasta blekkingin sem andstæðingurinn notar gegn þér er sú að hann sannfærir þig um að þú eigir það skilið að fá allt upp í hendur þínar án þess að þurfa hafa nokkuð fyrir því. Nokkuð augljóst að honum hefur tekist nokkuð vel upp þar sem við lifum í heimi skyndilausna og oftar enn ekki köstum við ábyrgðinni við fyrsta tækifæri á einhvern annann enn okkur sjálf.
Þú munt aldrei upplifa langvarandi uppfyllingu með slíkum hætti, þvert á móti, uppfyllingin kemur þegar við yfirstígum hindranir,erfiðleika og áskoranir og öðlumst sigra sem enginn getur tekið frá okkur.
Enginn vill fá gullmedalíu og þann heiður sem slíku fylgir án þess að hafa keppt og unnið gegn þeim bestu.
Ekkert sem er einhvers virði kemur til okkar á silfurfati.
Þegar við yfirstígum hindranir og breytumst,
þá vinnum við okkur inn og fáum að njóta og upplifa hið Góða og Himneska Ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.