Efasemdir
6.11.2012 | 22:00
Eitt af því sem Kabbalah kennir er eftirfarandi,
til að ná fullkomnri stjórn yfir lífi þínu þá verður þú að eignast fullvissu um það að Ljósið sé uppspretta alls þess sem er.
Fullvissu sem fær þig til að standa stöðugann, þrátt fyrir að vindar blási allt í kringum þig. Þá veistu að Ljósið er þarna mitt á meðal fyrir til hvetja þig áfram og til að stilla óveðrið sem kann að hverfa á brott jafn skjótt og það kom.
Þetta getur reynst okkur mjög erfitt þar sem við höfum tekið upp lærða hegðun sem segir okkur að við séum afleiðing enn ekki orsök.
Þegar efinn kemur og þyrlar upp rykinu í kringum þig, þá er hann kominn til að skora á þig.
Hér er einn lítill leyndardómur, notaðu efann þér til framdráttar, sem hvattningu til að efast um efann.
Þegar við lærum að efast um þær hindranir, efasemdir sem reyna að grípa athygli okkar þá lærum við um leið að ganga fram í fullvissu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.