Frá óreiðu til frelsis.
12.4.2007 | 15:07
Jæja þá er komið að því að þann 24 apríl verður nýr fræðslufundur á vegum www.kabbalah.is og verður haldinn í Gerðubergi menningarmiðstöð við Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
Fundurinn hefst kl. 19:30
Ræðumaður verður Chagai Shouster sem hefur kennt kabbalah í yfir tólf ár og hefur meðal annars kennt við The Kabbalah Center í London þar sem Madonna og Mick Jagger iðka Kabbalah.
Ræðuefni verður: Frá óreiðu til frelsis.
Farið yfir hvernig þú getur nýtt þér Kabbalah til að ná fullkomnum árangri með líf þitt og að lífið þarf ekki að vera tilviljunarkennt, örlögin liggja í þínum höndum og þú ein(n) ert árbyrg.
Ég vil ítreka að Kabbalah er ekki trúarbrögð heldur viska og vísindi sem við getum nýtt til að skilja hvaða lögmál gilda í heiminum og fyrir sál mannsins.
Endilega látið sjá ykkur, nánari upplýsingar má finna á www.kabbalah.is
Ljós og blessun
Sólargeislinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.