Að gefa!
21.4.2007 | 11:22
Hefur þú gefið af þér í dag?
"Ef bálið er að logna út hreyfðu þá við viðnum og það mun brenna á ný. Ef ljós sálarinnar skín ekki skært hreyfðu þá við sálinni svo að ljósið megi spretta fram" Tilvitnun úr The Zohar.
Þetta snýst allt um að vera virkur. Ef við viljum vera uppfyllt í lífi okkar þá verðum við að eiga við líf okkar, gerðu eitthvað sem þú ert ekki vanur að gera eitthvað sem er ekki í hinu daglega prógrammi. Taktu þér tíma í vikunni til að gefa af þér. Að gefa af sér án þess að ætlast að fá eitthvað til baka er frelsandi fyrir sál mannsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.