Einn kaffi takk!

Það er nokkuð skondið með okkur mannfólkið að við höfum þessa undarlegu þörf og jafnvel skyldu til gagnrína og jafnvel dæma aðra án þess að hafa unnið okkar heimavinnu. En hvernig væri að við myndum spyrja okkur áður en við svölum þessari þörf. " Væri ég jafn fljót(ur) að bjóða þeim sem ég gagngríni eða dæmi í heimsókn eða kaffi?" Ef svarið er já þá láttu verða að því að bjóða viðkomandi í kaffi ásamt tveimur teskeiðum af umburðarlyndi að sjálfsögðu. En ef við erum ekki tilbúin að bjóða viðkomandi í kaffi eða heimsókn þá skulum við líka halda aftur af því að dæma eða gagngrína líka.

Og þá muntu þú fá eigin(n) bolla af ást og kærleik frá alheiminum í staðinn.

 

kaffi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Leyfum öðrum að vera eins og þeir eru! Um eitthvað virðist lífið þurfa að snúast um, annars værum við varla hér. Er ekki frá því að ég sé sjálf í aðalhlutverki í eigins lífi og allir aðrir í aukahlutverki til að gefa mér reynslu og að ég sé í raun að búa þetta allt til SJÁLF!

Vilborg Eggertsdóttir, 23.4.2007 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband