Sami réttur fyrir alla!
1.5.2007 | 11:15
Mikið hefur verið rætt um leyfi fyrir samkynhneigða að gifta sig í kirkju, sem mér finnst alveg sjálfsögð mannréttindi að jafna rétt þessa hóps þar sem vígslan sjálf fer fram í umboði sýslumanns þótt að hún sé framkvæmd í kirkju, presturinn er í raun að gefa parið saman með umboði frá sýslumanni en ekki Guði, ekki nema að Guð sé farinn að starfa sem sýslumaður og þarna er klárlega verið að mismuna fólki á grundvelli þeirra lífsstíls sem það hefur kosið sér en ekki á grundvelli þeirra laga sem gilda í landinu, hvernig á þá ekki að banna að gifta hindúa, ásatrúarmenn, múslima á þeim forssendum þar sem ritað er þú skalt ekki aðra Guði hafa, þetta er hálf kjánalegt og í raun finnst mér að prestar ættu að blessa þá sem óska eftir því vegna það er hvort sem ekki í þeirra höndum að framfylgja blessuninni, ég hefði haldið það að Guð ákveði sjálfur hvern hann blessar og hvern ekki annað er algjörlega ný tíðindi fyrir mér.
Fyrir mér er þetta enn ein áminningin um nauðsyn þess að aðskilja ríki og kirkju við getum ekki rekið kirkju á skattfé og veitt kirkjunni rétt til þess að sniðganga almenn mannréttindi og lög í landinu.
Sami réttur fyrir alla!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.