Trúir þú í blindni?
4.5.2007 | 20:13
Hugmyndin um að trúa á eitthvað skilur eftir í sjálfu sér efasemdir, enn það að vita eyðir efasemdum og fæðir af sér í raun fullvissu. Fullkomna sannfæringu, innri tilfinningu, í hjarta og sál. Því er það ekki ráðlegt né ganglegt fyrir neinn að trúa í blindni sama hvað sem það kann að vera heldur á trúin að byggjast á þinni eigin reynslu og upplifun á þínum forsendum.
Margir hafa heyrt að sannleikurinn mun setja þig frjáslann, en ef þú veist ekki hver sannleikurinn er eða hvernig hann virkar þá getur hann ekki sett þig frjálsann. Að reyna, leita svara og þora að spyrja og efast, upplifa og læra þar til maður veit, það er vegurinn til fullvissu.
Er eitthvað sem þú trúir á í blindni?
Athugasemdir
ég trúi þegar ég finn frá hjartanu að það er sannleikurinn, það er oft, en ekki alltaf.sannleikur,
Ljós til þín !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 12:10
Ég er sammála að hjartað sé besti áttavitinn og ef maður fylgir því eða sinni innri röddu þá bregst hún afar sjaldan.
Ljós & blessun
Kaleb Joshua, 5.5.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.