Egóið okkar er undarlegur hlutur.
7.5.2007 | 18:15
Egóið okkar er undarlegur hlutur.
Það sannfærir okkur um að við höfum rétt fyrir okkur, jafnvel þegar við höfum rangt fyrir okkur þá sannfærir egóið okkur um að við þurfum ekki að biðjast afsökunar, eða taka ábyrgð eða bæta fyrir það sem miður fór. Á slíkri stundu er egóið ekkert annað fyndið og undarlegt fyrirbæri.
Dagurinn í dag er upplagður til að snúa við og líta til baka, án þess að láta egóið skyggja á sýn þína. Líttu til baka og finndu einhvern sem þú komst illa fram við eða eitthvað sem miður fór í samskiptum við annað fólk og þar sem þú tókst ekki ábyrgð á gjörðum þínum, núna í dag er tækifærið til að bæta fyrir það sem miður fór. Jafnvel þarf ekki að biðjast afsökunar heldur að þú leggir þig fram í að minnka bilið sem hefur myndast á milli ykkar.
Og kannski getið þið einn dag setið saman og litið til baka og hlegið af því hversu fáránlegt egó okkar getur stundum verið.´
Athugasemdir
Já segðu....Egó Pegó.
Má ég mæla með bókk sem fjallar einmitt svo rosalega flott um Egóið og hvernig það gabbar mann og lýgur?
Bókin heitir War of art og er eftir Steven Pressfield. Alveg hreint magnaður lestur og vakti mig heldur betur upp og hálfdrap egóið mitt..hehe.
Góð pæling
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 18:19
Algjörlega sammála
Takk fyrir þessa ábendingu ég skoða bókina.
Kv. Hermann
Kaleb Joshua, 7.5.2007 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.