Ertu búin(n) að leggja inná gleðibankann í dag?

Hefur þú laggt inná gleðibankann í dag? 

Margir þekkja að maður uppsker það sem maður sáir, sumir kalla það karma aðrir kalla það aðdráttarlögmálið sem fjallar um að það sem þú setur útí alheiminn það kemur aftur til þín bæði hið góða og hið slæma. 

Góð leið til að finna út hvort þú sért að leggja nógu mikið inn er að skoða ástand líkama þíns og líðan. Ertu að upplifa skort á einhverju sviði eða ertu óuppfyllt(ur)? Ef þú gengur um gólf með hausinn lafandi og þér lýður illa, þá er það gott merki um að þú þurfir að gefa meira af þér og leggja meira inní gleðibankann, eins og getið er um í laginu " Þú leggur ekki inní gleðibankann tóman blús" Ef þú leggur inn blús þá færðu blús.

Reyndu að finna leiðir til að leggja þitt af mörkum í dag til að leggja meiri gleði inná gleðibankann sem er alheimurinn. Það þarf ekki að vera mikið t.d. lítið bros, lítið hrós eða leggja við hlustir þegar einhver vill deila einhverju með þér eða eitthvað sem þú finnur með sjálfum þér.

Gleðibankinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband