Hugsaðu áður en þú framkvæmir.
10.6.2007 | 12:30
Einn af meisturum Kabbalah spurði, " hver er vitur?" Svarið var, þeir sem sjá afleiðingarnar af gjörðum sínum.
Sá sem er vitur skilur að hann verður að fara að rótinni áður og eiga við vandamálið áður en það opinberast. Hann eða hún þurfa ekki að láta tíman líða til að sjá og skilja hvað verður. Þau geta séð fullvaxið tré í einu litlu sáðkorni.
Það sem ég er í raun að segja er að þetta þýðir að áður en við tölum og gerum. Þá verðum við að hugsa um afleiðingarnar. Þetta þýðir að framkvæma með skilningi og vitund.
Í dag hugsaðu mögulegar afleiðingar, bæði af því neikvæða og jákvæða sem gætu verið afleiðingar af gjörðum þínum. Hugsaðu áður en þú framkvæmir.
Athugasemdir
Flott grein hjá þér eins og annað sem þú hefur sent frá þér.
Linda, 11.6.2007 kl. 00:10
innilega sammála, er að temja mér þetta, ótrúlegt annars hvað heimurinn er mikil svörun við væntingum mans:)
Birgitta Jónsdóttir, 11.6.2007 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.