Ekki flækja hlutina að óþörfu.
13.6.2007 | 20:18
Í einfaldleikanum er hreinleiki og sannleikur. Það var mikill kabbalisti uppi á 18 öld sem sagði, jafnvel eftir allan þann lærdóm sem ég hef numið um bænir og hugleiðslur í kabbalah, þá var það aðeins þegar ég var kominn á síðustu ár lífs míns að ég náði að biðja með einfaldleika og hreinleika fimm ára barns. Alltof oft þá eigum við það til að flækja hlutina alltof mikið, sem að skyggir svo okkar sýn á sannleikann.
Hvað með þitt líf ertu að ofgreina eða ofmeta og gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera? Reyndu að finna einfaldleikan í því sem þú ert að gera, jafn taka blað og blýant og skrifa niður leiðir til að einfalda hlutina.
Athugasemdir
Þetta er ekkert svo flókið.... Kíktu á bloggið mitt núna
Fishandchips, 13.6.2007 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.