Niður með dómara puttann!
18.6.2007 | 20:38
Það er svo auðvelt að sjá gallana hjá öðrum og ennþá auðveldara að benda þeim á hverju þyrfti nú að breyta.
En það er ekki eins auðvelt að gefa fólki það svigrúm sem það þarf, svo að þau geti uppgötvað sjálf hverju þarf að breyta. Við höldum alltof oft að fólk sé ekki meðvitað og geti ekki séð sjálft hvað betur mætti fara. En þá ekki gleyma því að við dæmum okkur sjálf hvað harðast.
Ef það er einhver í umhverfi þínu sem er bara ekki að kveikja á fattaranum reyndu þá að finna leið til styðja og styrkja viðkomandi. Og ef innra með þér sé rödd sem heimtar að fá að segja viðkomandi blákaldan sannleikann, þá skaltu tryggja það að þú gerir það með alúð og ást. Ef þú gerir það með öðrum hætti þá mun þeim aðeins líða verr.
Athugasemdir
Fínir pistlar hjá þér og skemmtilegt að heimsækja þig Hermann Ingi...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 16:15
Takk fyrir það, það er eins skemmtilegt að heimsækja þig, flottar myndir sem þú ert að gera
Kaleb Joshua, 20.6.2007 kl. 20:22
Algjörlega sammála því við eigum svoldið mikið að dæma of hratt og hart það er eins og við njótum þess að sitja í dómarasætinu og benda niður en það er engin lausn og ekki sanngjarnt. Takk fyrir mig :)
Lúðvík Bjarnason, 20.6.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.