Haltu aftur af neikvæðni og höfuðverkjunum mun fækka.

Þegar einstaklingur leitar að neikvæðu eitthvað til að japla á og tuða yfir, þá vittu til hann mun finna það og síðan dreifa því áfram. Við getum ímyndað okkur fyrirmyndar kaupsýslumann með 1000 viðskiptavini enn hann fær yfirleitt ekki að heyra frá hinum 997 sem er ánægðir og glaðir nei heldur er það nokkuð víst að hann mun heyra frá þeim þrem sem eru aldrei sáttir eða bara hreinlega þrífast ekki nema að hafa neikvæðni í kringum sig.

Af hverju finnst fólki það erfiðra að finna eitthvað jákvætt til að segja?  Af hverju slúðrum við ekki um alla þá góðu hluti sem fólk er að gera allt í kringum okkur?.

Í dag, taktu þá fyrst eftir hversu erfitt það reynist þér að halda aftur af þér að tala neikvætt um einhvern eða eitthvað. Reyndu síðan að reyna að sjá eitthvað jákvætt og gott, það hressir og kætir og mun auðvelda líf þitt til muna og fækka höfuðverkjunum verulega. 

hausverkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband