Ljósið sigrar myrkrið.
27.6.2007 | 21:39
Ég heyrði eitt sinn sögu af réttlátum manni sem fékk undarlega bón. Til hans leitaði maður sem vildi láta leggja bölvun yfir aðra manneskju. Maðurinn sagði að þessi manneskja væri í eðli sínu vond og ill og að hún vildi aðeins meiða og særa aðra. Réttláti maðurinn svaraði, " í stað þess að bölva henni væri þá ekki auðveldara að blessa hana svo að henni sé unnt að sjá aðeins ljósið? Ef hún sér aðeins ljósið þá leysist annað að sjálfum sér ekki satt?
Í dag, blessaðu þá sem að þú vilt bölva. Þú sigrar ekki myrkur með myrkri. Þú verður að berjast með ljósinu.
Myrkur í stað myrkurs = hefnd
Ljós í stað myrkurs = fyrirgefning og umburðarlyndi
Athugasemdir
Flott síða, Hermann Ingi. Hef verið að fá "ábúðarfull" augnaráð allt mitt líf vegna jákvæðni minnar og lífsgleði. "Þú ert með slæman Pollýönnukomplex, og alls ekki í jarðtengingu við veruleikann" er eitthvað sem ég heyri reglulega. Gott að vita af fleirum sem hugsa á líkum nótum og ég. Og ég er sammála boðskap sögu þinnar hér að ofan, besta sem hægt er að gera er að biðja öðrum blessunar, og sér í lagi ef þeir eru fastir í myrkri og neikvæðum gjörðum. En þessi jákvæða lífssýn er kannski hluti af því að alast upp í Eyjum? Fæddist þar og ólst upp, flutti brott í gosi, en tapaði aldrei "heimatilfinningunni" fyrir Eyjum.
Kveðja S.
Sigríður Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 22:00
kæri hermann !!
Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !
Ljós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 07:15
Takk Sigríður! Eyjamenn hafa ljós í hjarta, flestir
Gleðilegt sumar Steina! Takk fyrir allar þær góðu hugsanir sem þú gefur frá þér, megi vera fleiri sem þú
Kaleb Joshua, 1.7.2007 kl. 22:57
Steina er náttúrulega yndislegust, en þú ert það líka
halkatla, 1.7.2007 kl. 23:05
og Sigríður greinilega að auki!
Við norðfirðingarnir erum frekar rugluð, en meinum samt vel
halkatla, 1.7.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.