Slúður!
1.7.2007 | 22:52
Um leið og við heyrum eitthvað neikvætt um einhvern, þá verður það svo erfitt að reyna að sjá það góða í honum. Við byrjum að safna saman sönnunargögnum um eitthvað slæmt til að réttlæta það að tala illa um viðkomandi.
Af hverju njótum við þess að tala illa um annan einstakling? Af hverju veitir það svo mikla ánægju? Og af hverju er það jafn óþægilegt og særandi þegar þegar þú heyrir af hvað aðrir eru að tala á bakvið þig?
Í stað þess að eyða orku í það að baktala einhvern í dag, eyddu þá frekar tíma og orku í það að senda viðkomandi jákvæða hugsanir og orku. Og strax í fyrramálið þegar þú freistast að tala illa um einhvern ekki segja neitt, hugsaðu bara.
Athugasemdir
þetta eru vegleg skilaboð til að taka með sér inní vikuna framundan
þú átt þakkir skilið!
halkatla, 1.7.2007 kl. 23:03
Það er alltaf gott að minna sig á þetta annars slagið, takk fyrir hlýjan hug.
Kaleb Joshua, 4.7.2007 kl. 21:32
Jú, sönn orð þetta. Annað er líka að það veitir gífurlegan frið í sálinni að láta vera með að agnúast statt og stöðugt út í náungann...
Lárus Gabríel Guðmundsson, 10.7.2007 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.