Leikstjórinn í þínu lífi.
8.7.2007 | 16:01
Horfum aðeins á björtu hliðarnar: Kabbalah kennir okkur að lífið færir okkur óteljandi tækifæri í skaut okkar, við getum ímyndað okkur að þú sért staddur í risa bíóhúsi þar sem óteljandi sýningar eru í gangi. Og þú ert aðalstjarnan í hverri mynd. Og það sem meira er að í hverjum sal er sýnd mynd með mismunandi söguþræði og af misgóðum gæðum. Í sal eitt þá ertu að lifa þína uppáhalds mynd, þar sem þú lifir í blessun og gleðin og hamingjan er allt í kringum þig. Í sal tólf þar er verið að sýna líf þitt þar sem þú lifir í skorti og allt gengur á afturfótunum, og í öðrum sal þar er hreinlega verið að sýna hryllingsmynd. Í raun eru óendalega margar útfærslur til af lífi þínu.
Á meðan ljóskrafturinn frá skaparanum er framleiðandinn af þinni mynd, þá ert þú alltaf leikstjórinn. Það ert þú sem tekur ákvarðarnir sem hafa áhrif á hvernig söguþráður bíómyndarinnar breytist og þróast skyndilega bæði til blessunar og eins til vanblessunar. Þú ert líka sá sem stjórnar því hverjir leika í þinni mynd og hvaða hlutverki þeir gegna.
Ég deili þessu með þér í dag svo að framvegis geti þú tekið ákvörðun í lífi þínu og gert þér grein fyrir að þú getur endurskrifað handritið af myndinni hvenær sem þú vilt. Það er ekki þar með sagt að sérhver ákvörðun þurfi að vera full af drama. En hvort sem þú velur hægri eða vinstri, súkkulaði eða ávexti, Reykjavík eða Reykjanesbæ - þá skaltu hafa það á hreinu að þú, já aðeins þú getur ákveðið hvað gerist í næsta atriði myndar þinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.